Erlent

Mikil skelfing greip um sig í Indónesíu

Fjöldi fólks sat fast í umferðateppum eftir skjálftann.
Fjöldi fólks sat fast í umferðateppum eftir skjálftann. Mynd AP
Mikil skelfing greip um sig á meðal íbúa í Indónesíu í morgun þegar öflugir jarðskjálftar riðu yfir undan ströndum Aceh héraðs.

Fyrri skjálftinn var 8,7 stig og seinni skjálftinn 8,2 á stærð. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út á öllu Indlandshafi. Og flóðbylgjan kom að lokum, hún reyndist vera 80 sentímetra há og ekki mannskæð.

Íbúar Aceh héraðs eru enn í sárum eftir að 170 þúsund manns létust í flóðbylgju sem skall á landið árið 2004. Alls létust 230 þúsund manns í skjálftanum sem reið yfir landið á aðfangadegi. Í þeim skjálfta hreyfðust flekamótin á hafsbotni lóðrétt, en í þessu tilviki hreyfðust þau lárétt. Það útskýrir hvers vegna engin bylgja hefur myndast.

Íslendingar eru á svæðinu og fundu fyrir skjálftanum, meðal annars Linda Pétursdóttir athafnakona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×