Innlent

"Við þurfum opna umræðu um stöðu stjúpforeldra við skilnað"

„Þetta er þörf umræða," sagði Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Einar ræddi við þáttastjórnendur um réttindi stjúpforeldra þegar skilnaður á sér stað.

Kveikjan að umræðunni var grein sem Elísabet Sóley Stefánsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, ritaði um málið á vefsíðunni Foreldrahandbókin.

Einar segir stöðu stjúpforeldra gagnvart meðlimum fjölskyldunnar vera afar slæma.

„Þess vega er gott að vekja athygli á þessu," sagði Einar. „Við tölum ekki mikið um þetta. Við búum við aðstæður þar sem stór hluti hjónabanda enda með skilnaði. Í þessum fjölskyldum eru oft flókin tengsl stjúpforeldra og barna. Við höfum tilhneigingu til þess að tala um kjarnafjölskylduna eins og hún sé mamma, pabbi, börn og bíll - en oft á tíðum eru málin einfaldlega flóknari en svo."

Einar telur að ný löggjöf sé ekki lausnin á þessu vandamáli. Mun frekar þurfi að opna umræðuna. Hann segir að þarfir barnsins verði að vera fyrirrúmi.

„Hin hefðbundna, líffræðilega kjarnafjölskylda er ekki lengur hið dæmigerða," sagði Einar.

Hægt er að nálgast viðtalið við Einar hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×