Borgaryfirvöld munu bregðast við hraðakstrinum á Granda Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2012 13:13 Gísli Marteinn Baldursson segir að það þurfi að hugsa um svæðið til langs tíma. Það er hægt að grípa til bráðabirgðaaðgerða og aðgerða til langs tíma til þess að bregðast við hraðakstri á Granda, segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Hann og Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi fluttu tillögu í umhverfis- og samgönguráði í gær um að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr hraðakstri í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólmaslóð, Mýrargötu og nágrenni. Stöð 2 hefur undanfarna daga greint frá miklum háskaakstri á þessum stað og umkvörtunum íbúa á svæðinu vegna þessa. Gísli segir að samgöngustjóra verði falið að móta hugmyndir til úrbóta en sjálfur hefur hann þó ýmsar hugmyndir um það sem hægt yrði að gera. Bráðabirgðatillögur gætu falið í sér að setja upp hraðahindranir eða hraðamyndavélar eða hvorutveggja. Þá sé hægt að efla samstarf við lögreglu. „Til lengri tíma hugsa ég hins vegar að við vildum fara þá leið að reyna að gera umhverfið þarna óæskilegra fyrir hraðakstur með því að þrengja götur, bæta aðgengi fyrir gangandi með upphækkuðum gangstéttum, gangbrautum og þess háttar þannig að menn upplifi það ekki að það sé í lagi að keyra of hratt. Því að eins og lögreglan hefur sagt þarf þetta allt saman að haldast í hendur, upplifun ökumannsins, reglurnar sjálfar og eftirlitið," segir Gísli. Hann segir að þeir sem keyri þarna of hratt núna geri það af því að það sé hægt og ekkert stöðvi þá nema lögreglan. „Við þurfum að hugsa um þetta svæði til lengri tíma. Það er fólk að flytja inn í húsin þarna í nágrenninu, í Mýrargötunni til dæmis," segir Gísli Marteinn. Þá sé hótel að opna á svæðinu og gestir þar muni ganga út á Granda. Þá sé Sjóminjasafnið, vinsælt safn, í nágrenninu. Allt þetta geri það að verkum að það sé óboðlegt að vera með hættur sem stafa af hraðakstri í þessu umhverfi. Tillaga Gísla Marteins og Hildar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og á bloggsíðu sinni hrósar Gísli Marteinn félögum sínum í meirihlutanum fyrir að láta það ekki þvælast fyrir sér hvaðan málin koma. „Stjórnmálamenn eiga að styðja góð mál hvaðan sem þau koma og vera á móti vondum málum, sama hvaðan þau koma," segir Gísli. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Það er hægt að grípa til bráðabirgðaaðgerða og aðgerða til langs tíma til þess að bregðast við hraðakstri á Granda, segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Hann og Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi fluttu tillögu í umhverfis- og samgönguráði í gær um að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr hraðakstri í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólmaslóð, Mýrargötu og nágrenni. Stöð 2 hefur undanfarna daga greint frá miklum háskaakstri á þessum stað og umkvörtunum íbúa á svæðinu vegna þessa. Gísli segir að samgöngustjóra verði falið að móta hugmyndir til úrbóta en sjálfur hefur hann þó ýmsar hugmyndir um það sem hægt yrði að gera. Bráðabirgðatillögur gætu falið í sér að setja upp hraðahindranir eða hraðamyndavélar eða hvorutveggja. Þá sé hægt að efla samstarf við lögreglu. „Til lengri tíma hugsa ég hins vegar að við vildum fara þá leið að reyna að gera umhverfið þarna óæskilegra fyrir hraðakstur með því að þrengja götur, bæta aðgengi fyrir gangandi með upphækkuðum gangstéttum, gangbrautum og þess háttar þannig að menn upplifi það ekki að það sé í lagi að keyra of hratt. Því að eins og lögreglan hefur sagt þarf þetta allt saman að haldast í hendur, upplifun ökumannsins, reglurnar sjálfar og eftirlitið," segir Gísli. Hann segir að þeir sem keyri þarna of hratt núna geri það af því að það sé hægt og ekkert stöðvi þá nema lögreglan. „Við þurfum að hugsa um þetta svæði til lengri tíma. Það er fólk að flytja inn í húsin þarna í nágrenninu, í Mýrargötunni til dæmis," segir Gísli Marteinn. Þá sé hótel að opna á svæðinu og gestir þar muni ganga út á Granda. Þá sé Sjóminjasafnið, vinsælt safn, í nágrenninu. Allt þetta geri það að verkum að það sé óboðlegt að vera með hættur sem stafa af hraðakstri í þessu umhverfi. Tillaga Gísla Marteins og Hildar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og á bloggsíðu sinni hrósar Gísli Marteinn félögum sínum í meirihlutanum fyrir að láta það ekki þvælast fyrir sér hvaðan málin koma. „Stjórnmálamenn eiga að styðja góð mál hvaðan sem þau koma og vera á móti vondum málum, sama hvaðan þau koma," segir Gísli.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira