Fleiri fréttir

Mörður segir álagsgreiðslur til varaformanna þingnefnda fráleitar

Breytingar sem gerðar voru á álagsgreiðslum til þingmanna eru fráleitar, að mati Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Breytingarnar fela í sér að varaformenn þingnefnda fá um 55 þúsund krónur í álagsgreiðslur ofan á þingfararkaupið sem er um 545 þúsund krónur. Annar varaformaður þingnefndar, sem er nýtt embætti sem skipað er í samkvæmt nýjum þingskaparlögum, fær fimm prósent hækkun. Það jafngildir um 27 þúsund krónum.

Forsetafrú í sprellikarlahoppi

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, ætlar að setja heimsmet í samhæfðu sprellikarlahoppi á morgun. Forsetafrúin mun hitta hóp barna á morgun og munu þau hefja hoppið. Hún mun síðan leiða hóp ríflega 20.000 einstklinga hvaðanæva úr heiminum.

Mikið mannfall í Sýrlandi

Talið er að 2.900 manns hafi nú fallið í Sýrlandi síðan mótmæli hófust þar í mars. Þetta segir mannréttindastofa Sameinuðu Þjóðanna. Mótmælendur krefast lýðræðisumbóta og að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fari frá völdum.

Obama gagnrýnir fulltrúadeildina

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann muni beita öllum brögðum til að fá atvinnufrumvarp sitt samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Reykjavíkurborg taki þátt í rekstri leigufélaga

Jón Gnarr borgarstjóri leggur til að Reykjavíkurborg styðji við uppbyggingu á varanlegum og öruggum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu og auka fjölbreytileika í framboði á leiguhúsnæði.

Ráðherra mun láta skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun tilkynna um stofnun starfshóps sem á að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið á morgun. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Fjölmiðlar hafa fengið boð um blaðamannafund klukkan ellefu í fyrramálið þar sem það verður betur kynnt.

Forstjóri Bankasýslunnar með 845 þúsund í laun

Ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins er hneyksli, segir formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Páll Magnússon fær 845 þúsund krónur á mánuði þegar hann sest í forstjórastólinn.

Háskóli Íslands í hópi 300 bestu

Háskóli Íslands er kominn í hóp 300 bestu háskóla í heiminum að mati Times Higher Education Supplement, sem er annar af tveimur helstu matslistum á þessu sviði. Í heiminum eru nú rúmlega 17 þúsund háskólar. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir þetta mat mikil gleðitíðindi fyrir Háskóla Íslands á hundraðasta afmælisári hans.

Hundruð manna hlýða á Annan

Hátt í 1300 manns munu sækja hátíðarmálþing Háskóla Íslands sem haldið verður í tilefni af aldarafmæli skólans á morgun í Háskólabíói. Yfirskrift málþingsins er "Áskoranir 21. aldar" og þar munu heimsþekktir fyrirlesarar, fræðimenn og stjórnendur háskóla velta fyrir sér þeim stóru áskorunum sem bíða mannkyns á nýhafinni öld.

Tuttugu árekstrar í dag

Tuttugu árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is. Þar af var einn þriggja bíla árekstur við Skeiðarvog. Þá olli ökumaður, sem var undir áhrifum lyfja, árekstri í Hafnarfirði um fjögurleytið í dag. Einnig varð harður árekstur á Miklubraut. Ökumaður kvartaði undan eymslum í hálsi og fékk aðhlynningu á slysadeild. Af þeim tuttugu árekstrum sem hafa orðið eru fimm árekstrar þar sem tjónvaldar hafa ekið í burtu af vettvangi.

Þingmenn fengu launahækkun

Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt.

Fimm ungskáld hlutu styrk

Fimm hlutu nýræktaratyrki Bókmenntasjóðs sem afhentir voru í Nýlistasafninu fyrir stundu. Styrkina hlutu Andri Kjartan Jakobsson fyrir myndasögutímaritið Aðsvif, sem hann ritstýrir; Arndís Þórarinsdóttir fyrir unglingabókina Játningar mjólkurfernuskálds; Bryndís Björgvinsdóttir fyrir barnabókina Flugan sem stöðvaði stríðið; Hildur Knútsdóttir fyrir skáldsöguna Sláttur og Ragnhildur Jóhanns fyrir myndljóðabókverkið Hold og hjarta – líkamlegu ljóðin.

Dæmd fyrir fjárdrátt í íslenska sendiráðinu í Vín

Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir tuttugu og níu ára gamallari konu dróg að sér fé frá íslenska sendiráðinu í Vínarborg. Tuttugu og tveir mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir.

Hæstiréttur staðfestir fjórtán ára dóm yfir Þorvarði

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á föður sinn, Ólaf Þórðarson tónlistarmann, og veitti honum lífshættulega áverka.

Líflátshótanirnar voru til á upptöku - stöðumælavörðum oft hótað

"Ég fagna þessum dómi því þetta gerist eiginlega alltof oft," segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs. Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldis- og líflátshótanir í garð stöðumælavarðar.

Fjölskyldur flúið Garð vegna viðvarandi eineltis

Að mati skólanefndar Gerðaskóla í Garði eru eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi þar sem 13,3 % nemenda skólans segjast verða fyrir einelti oftar en 2-3 sinnum í mánuði. Þetta er niðurstaða Sjálfsmatsskýrslu 2010 - 2011 og var lögð fyrir skólanefndina 28. september síðastliðinn.

Hótaði að drepa stöðumælavörð sem var að sekta

Karlmaður á fertugsaldri var í fyrradag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldis- og líflátshótanir í garð stöðumælavarðar sem var við skyldustörf. Atvikið átti sér stað í október á síðasta ári en stöðumælavörðurinn ætlaði að sekta hann fyrir að leggja ólöglega á stíg sem liggur á milli Bergþórugötu og Njálsgötu í Reykjavík.

Dæmdur fyrir að gefa upp vitlaust nafn

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi meðal annars fyrir að hafa gefið upp rangt nafn þegar hann var stöðvaður af lögreglu vegna hraðaksturs. Þá var hann einnig dæmdur fyrir brot á umferðarlögum. Maðurinn játaði brot sín en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir brot á umferðarlögum síðustu ár. Frá því hann var 18 ára hefur hann verið dæmdur níu sinnum fyrir að aka án ökuréttinda og fimm sinnum fyrir ölvunarakstur.

SFÚ sátt við tillögur ÓIínu og Rafneyjar

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) lýsa yfir ánægju með greinargerð og tillögur þeirra Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur þingmanns VG, er þær sendu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi fiskveiðistjórnunarfrumvarpið.

Kvensjúkdómalæknar vilja annað bóluefni

Íslenskir kvensjúkómalæknar telja það bóluefni sem notað er til að bólusetna unglingsstúlkur gegn leghálskrabbameini ekki vera besta kostinn. Betra hefði verið að nota bóluefni sem ver þær einnig gegn kynfæravörtum. Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir, segir í Morgunblaðinu í dag að það hafi verið mistök að bjóða út bólusetningu gegn HPV-smiti, sem getur leitt til leghálskrabbameins. Bóluefnið sem nú er notað kallast Cervarix en einnig er á markaðnum bóluefnið Gardasil, sem einnig veitir vörn gegn kynfæravörtum. Eftir útboð kom í ljós að fyrrnefnda lyfið var um 70 prósentum ódýrara, og það því keypt. Hulda Hjartardóttir, formaður Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, hefur orðið var við óánægju lækna vegna þessa. "Ég held að mínir félagsmenn séu sammála um það að Gardasil sé betri kostur," segir Hulda. Niðurstaðan kom þó ekki endilega á óvart. "Ég get kannski ekki sagt að við höfum orðið beinlínis hissa því það hefur alltaf verið svolítill verðmunur á þessu en við höfum auðvitað vonast eftir því að Gardasil hefði frekar verið valið," segir hlun. Hulda vill ekki fullyrða að útboðið hafi verið mistök. "Ég get náttúrulega ekki alveg tjáð mig um það. Ég geri ráð fyrir því að í útboðsgögnunum hafi þá kannski verið gerður þannig greinarmunur á bóluefnunum að Það hafi haft úrslitaþýðingu að annað bóluefnið stæði hinu framar að þessu leyti," segir hún.

Fundu kannabis og stera

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum, stöðvaði kannabisræktun í húsi í Reykjanesbæ í gær.

Íhuga hópmálssókn vegna endurútreikninga bankana

Í morgun birtist heilsíðu auglýsing í helstu dagblöðum landsins þar sem þeirri spurningu er varpað fram hvort endurútreikningar bankana á skuldum séu réttlætanlegar. Lögmaður hópsins sem stendur að baki auglýsingunum segir það til skoðunar að efna til hópmálsóknar gegn bönkunum.

ASÍ gagnrýnir fjárlagafrumvarp

Miðstjórn ASÍ gagnrýnir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og telur það vera byggt á veikum forsendum um efnahagsbata sem lítil innistæða sé fyrir.

Borgarleikhúsið myndskreytir símaskránna

Já og Borgarleikhúsið hafa skrifað undir samkomulag um að Borgarleikhúsið verði samstarfsaðili Símaskrárinnar 2012, sem mun koma út í maí á næsta ári. Í samningnum felst að Borgarleikhúsið mun ásamt Já koma að vinnu við myndskreytingar Símaskrárinnar og auk þess taka þátt í vinnu við efnistök bókarinnar.

Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum

Sænska skáldið Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið en Nóbelsakademían tilkynnti það í Stokkhólmi í dag. Tranströmer er á meðal þekkustu skálda Norðurlanda en hann er fæddur árið 1931. Fyrsta ljóðasafn hans kom út árið 1954 og hefur hann hlotið margvíslegar viðurkenningar á ferlinum. Árið 1990 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina "För levande och döda“ og kom hún út á íslensku í bókinni "Tré og himinn“ í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.

Fangar þurfa sjálfir að greiða fyrir stinningarlyfin

„Almennt séð, þá eiga allir íbúar landsins rétt á læknaþjónustu, hvort sem þeir eru fangar eða ekki,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), spurður út í stinningarlyf sem fangar á Litla Hrauni fá uppáskrifuð frá stofnuninni.

Vildu sýna mun á kynþáttum

Stjórnendur Charité-háskólasjúkrahússins í Berlín hafa skilað fulltrúum ættbálka frá Namibíu hauskúpum 20 Namibíubúa sem fluttar voru til Þýskalands á árunum 1904 til 1908, þegar landið var þýsk nýlenda.

Helgi Hjörvar: Ráðning Páls er hneyksli

„Ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins er hneyksli,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í morgun. Hann sagði að með ráðningu Páls Magnússonar í starfið hefði verið ráðinn maður sem hefði hvorki menntun né starfsreynslu af fjármálamörkuðum.

Sýndi fram á hið ómögulega

Ísraelski vísindamaðurinn David Schechtman fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir að hafa bylt hugmyndum efnafræðinga um föst efni.

Almenningur klofinn í afstöðu til sjúkrahúsbyggingar

Skiptar skoðanir virðast vera á meðal almennings um fyrirhugaða byggingu sjúkrahúss við Hringbraut, en um helmingur þeirra sem tekur afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé slæm ráðstöfun á skattfé telur svo vera. Könnunin var framkvæmd af MMR og tóku áttatíu prósent aðspurðra afstöðu í málinu.

Kofi Annan kemur til Íslands í dag

Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, kemur til Íslands síðdegis í dag.

Flugslysaæfing á Gjögri næstu helgi

Næstkomandi laugardag verður haldin flugslysaæfing á flugvellinum á Gjögri, norður á Ströndum, þar sem æfð verða viðbrögð við flugslysi við flugvöllinn.

Fær Dylan Nóbelinn í dag?

Í dag klukkan tvö mun Nóbelsakademían í Stokkhólmi tilkynna um hver verði þess heiðurs aðnjótandi að hljóta verðlaunin í bókmenntum þetta árið. Ávallt hvílir mikil leynd yfir ákvörðun akademíunnar en veðbankar keppast við að giska hver sá heppni verði.

Stefnt að stemningu hjá almenningi

Reykjavíkurborg ætlar að leggja samtals 120 milljónir króna á þremur árum í átakið Ísland – allt árið, sem á að styrkja ímynd landsins sem áfangastaðar ferðamanna árið um kring.

Aðför að lögum sýnd á nýjan leik

"Það var hellingur af fólki sem kom að þessu og það var mikil rannsóknarvinna á bakvið þessa mynd,“ segir Sigursteinn Másson, sem framleiddi og skrifaði handrit að myndinni Aðför að lögum, sem fjallar um Guðmundur- og Geirfinnsmálið. Áhorfendum gefst nú kostur á að sjá myndina á nýjan leik en hún verður sýnd í Bíó Paradís annað kvöld.

Réttað yfir lögreglumanni

Aðalmeðferð fer nú fram í máli ríkissaksóknara gegn lögreglumanni sem hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Meint brot áttu sér stað þegar lögreglumaðurinn veitti ökumanni eftirför úr Reykjavík í Mosfellsbæ í ágúst á síðasta ári.

Vilja svipta ábúanda leyfi til búfjárhalds

Starfshópur innan Samtaka lífrænna neytenda hefur sent áskorun til yfirvalda og eftirlitsaðila um að fara að lögum og beita öllum tiltækum úrræðum til að stöðva og koma í framtíðinni í veg fyrir langvarandi illa meðferð búfjár á bænum Stórhóli í Álftafirði sem og hjá öðrum, sem grunaðir eru um eða hafa orðið uppvísir að illri meðferð dýra.

Kínverjar hóta Bandaríkjunum viðskiptastríði

Kínversk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við lagafrumvarpi sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að taka á dagskrá. Frumvarpið felur í sér heimild til stjórnvalda til að refsa ríkjum sem vísvitandi halda gengi gjaldmiðils síns niðri.

Fordæmir vinnubrögð norsks rithöfundar

„Það er ekki rétt sem hún segir að Björk hafi vitað af bókinni,“ segir Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar Guðmundsdóttur og fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um bókina Bli Björk eftir norska rithöfundinn Mette Karlsvik.

Mótmælin á Wall Street breiðast út

Þúsundir Bandaríkjamanna komu saman í gær á Wall Street og víðar til þess að mótmæla bankakerfinu og þeim tilslökunum sem stórfyrirtæki hafa fengið hjá ríkisstjórn Bandaríkjanna og hækkandi atvinnuleysi.

Palin eyðir óvissunni - ætlar ekki í framboð

Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska hefur greint frá því að hún ætli ekki að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikanaflokksins en baráttan um hver fái það verkefni harðnar nú með hverjum deginum.

Minnast spámannsins í rúllukragabolnum

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. "Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það,“ segir forsetinn um forstjórann.

Sjá næstu 50 fréttir