Innlent

Fimm ungskáld hlutu styrk

Bryndís björgvinsdóttir fékk styrk fyrir barnabókina Flugan sem stöðvaði stríðið.
Bryndís björgvinsdóttir fékk styrk fyrir barnabókina Flugan sem stöðvaði stríðið. Mynd/Anton Brink
Fimm hlutu nýræktaratyrki Bókmenntasjóðs sem afhentir voru í Nýlistasafninu fyrir stundu. Styrkina hlutu Andri Kjartan Jakobsson fyrir myndasögutímaritið Aðsvif, sem hann ritstýrir; Arndís Þórarinsdóttir fyrir unglingabókina Játningar mjólkurfernuskálds; Bryndís Björgvinsdóttir fyrir barnabókina Flugan sem stöðvaði stríðið; Hildur Knútsdóttir fyrir skáldsöguna Sláttur og Ragnhildur Jóhanns fyrir myndljóðabókverkið Hold og hjarta – líkamlegu ljóðin.

Þetta var í fjórða sinn sem Nýræktarstyrkjum er úthlutað úr Bókmenntasjóðnum, en þeim er ætlað að styðja við útgáfu á nýjum íslenskum skáldverkum sem hafa takmarkaða eða litla tekjuvon en hafa ótvírætt menningarlegt gildi. Alls bárust 30 umsóknir um fimm styrki í ár en hver styrkur er 200 þúsund krónur.

Bækurnar Sláttur og Flugan sem stöðvaði stríðið eru þegar komnar  út á vegum Forlagsins en Játningar mjólkurfernuskálds er væntanleg frá sama útgefanda.

Finna má texa og frekari upplýsingar um Nýræktendur Bókmenntasjóðs og önnur skáld af yngri kynslóð á þrítyngdum bókmenntavefnum fict.is sem er undirsíða Sögueyjunnar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×