Innlent

Dæmd fyrir fjárdrátt í íslenska sendiráðinu í Vín

Utanríkisráðuneytið
Utanríkisráðuneytið
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir tuttugu og níu ára gamallari konu dróg að sér fé frá íslenska sendiráðinu í Vínarborg. Tuttugu og tveir mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir.

Konan starfaði sem bókari hjá sendiráðinu og játaði að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu 335 þúsund evrur, eða um 51 milljón íslenskra króna.

Málið komst upp í október árið 2009 en fjárdrátturinn átti sér stað á sjö mánaða tímabili.

Konan lét af störfum um leið og málið uppgötvaðist. Málið var kært til lögreglu.

Þá var jafnframt ákveðið að Ríkisendurskoðun myndi fara yfir verkferla ráðuneytisins sem tengdust þessu atviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×