Erlent

Palin eyðir óvissunni - ætlar ekki í framboð

Sarah Palin ætlar að helga sig Guði, fjölskyldunni og föðurlandinu.
Sarah Palin ætlar að helga sig Guði, fjölskyldunni og föðurlandinu.
Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska hefur greint frá því að hún ætli ekki að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikanaflokksins en baráttan um hver fái það verkefni harðnar nú með hverjum deginum.

Palin segir í yfirlýsingu að eftir mikla umhugsun hafi hún og eiginmaður hennar Todd, ákveðið að helga sig Guði, fjölskyldunni og föðurlandinu, eins og þau orða það. Nú hefur því verið bundinn endir á mánaðarlangar vangaveltur fjölmiðla vestanhafs en margir gerðu ráð fyrir því að hún myndi hella sér út í slaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×