Innlent

Hótaði að drepa stöðumælavörð sem var að sekta

Stöðumælavörður við störf í Laugardalnum
Stöðumælavörður við störf í Laugardalnum mynd úr safni
Karlmaður á fertugsaldri var í fyrradag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldis- og líflátshótanir í garð stöðumælavarðar sem var við skyldustörf. Atvikið átti sér stað í október á síðasta ári en stöðumælavörðurinn ætlaði að sekta hann fyrir að leggja ólöglega á stíg sem liggur á milli Bergþórugötu og Njálsgötu í Reykjavík.

Maðurinn var dæmdur fyrir eftirfarandi ummæli:

„...ég elska að lemja fólk, ég elska það ha og þú ert ekkert að fara að sekta mig hérna..."

„...þú setur ekki fokking sekt á bílinn minn hérna, þetta er 5000 kall fyrir ekki fokking neitt! Ha, fokking langar mig að drepa þig maður."

„Þú átt ekkert að gera það fokking hálfvitinn þinn", í tvígang.

„Fokking hálfviti, þú ert fokking hálfviti, þú ert meira að segja útlendinga fokking fífl, þú ert fokking rotta, þú ert það, þú ert rotta."

„Þú ert þroskaheft."

„...ég þoli ekki svona fokking aumingja eins og þig sem að ráðast á fólk hérna..."

„...þú ert að labba hérna um og sekta lið, þú ert fokking þroskaheft..."

„Þetta er öryggis fokking stígur, fokking hóran þín!"

Hann játaði brot sín en hann hefur ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. Hann var, eins og fyrr segir, dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×