Erlent

Fær Dylan Nóbelinn í dag?

Mynd/AP
Í dag klukkan tvö mun Nóbelsakademían í Stokkhólmi tilkynna um hver verði þess heiðurs aðnjótandi að hljóta verðlaunin í bókmenntum þetta árið. Ávallt hvílir mikil leynd yfir ákvörðun akademíunnar en veðbankar keppast við að giska hver sá heppni verði.

Nú er það enginn annar en sjálfur Bob Dylan sem talinn er líklegastur til að hreppa hnossið. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann er talinn með þeim sigurstranglegri allt hefur komið fyrir ekki.

Þeir sem á eftir Dylan koma hjá veðbönkum eru alsírska skáldið Assia Djebar og japanski rithöfundurinn Haruki Murakami.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×