Erlent

Mikið mannfall í Sýrlandi

al-Assad hefur boðað til kosninga í desember.
al-Assad hefur boðað til kosninga í desember. mynd/AFP
Talið er að 2.900 manns hafi nú fallið í Sýrlandi síðan mótmæli hófust þar í mars. Þetta segir mannréttindastofa Sameinuðu Þjóðanna. Mótmælendur krefjast lýðræðisumbóta og að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fari frá völdum.

Tilkynning mannréttindastofunnar kemur stuttu áður en Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna kemur saman til að fara yfir atburðarásina í Sýrlandi.

Forsetinn er sagður hafa beitt mótmælendur harðræði. Hann sagði mótmælin vera skipulögð af hryðjuverkamönnum og vopnuðum gengjum.

Al-Assad hefur boðað kosningar í desember en talið er ólíklegt að mótmælendur styðji þá málamiðlun forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×