Erlent

Vildu sýna mun á kynþáttum

Namibísk stjórnvöld óskuðu eftir því að hauskúpunum yrði skilað árið 2008, en talsverðan tíma tók að rekja uppruna þeirra. Fréttablaðið/AP
Namibísk stjórnvöld óskuðu eftir því að hauskúpunum yrði skilað árið 2008, en talsverðan tíma tók að rekja uppruna þeirra. Fréttablaðið/AP
Stjórnendur Charité-háskólasjúkrahússins í Berlín hafa skilað fulltrúum ættbálka frá Namibíu hauskúpum 20 Namibíubúa sem fluttar voru til Þýskalands á árunum 1904 til 1908, þegar landið var þýsk nýlenda.

Höfuð fólksins voru varðveitt í formalíni og rannsökuð af mannfræðingum sem reyndu að sýna fram á mun á kynþáttum fólks eftir höfuðlagi þess. Síðar var kjöt og skinn fjarlægt þar til hauskúpurnar stóðu berar eftir.

„Við iðrumst sannarlega glæpa sem voru framdir á þessum tíma,“ sagði Karl Max Einhäupl, stjórnarformaður Charité, við afhendinguna. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×