Erlent

Mótmælin á Wall Street breiðast út

Þúsundir Bandaríkjamanna komu saman í gær á Wall Street og víðar til þess að mótmæla bankakerfinu og þeim tilslökunum sem stórfyrirtæki hafa fengið hjá ríkisstjórn Bandaríkjanna og hækkandi atvinnuleysi.

Mótmælin í New York hafa staðið yfir í margar vikur og um síðustu helgi voru um sjöhundruð manns handteknir á Brooklyn brúnni sem liggur til Manhattan.

Í gær kom svo aukinn kraftur í mótmælin, um fimm þúsund manns söfnuðust saman í New York en svipuð mótmæli áttu sér stað í öðrum stórborgum eins og Boston, Chicaco og San Francisco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×