Fleiri fréttir Bylting í geimvísindum Flóknasta stjörnustöð á jörðu niðri, ALMA, var tekin formlega í notkun á dögunum. Mörg þúsund vísindamenn frá öllum heimshornum hafa keppst um að vera meðal þeirra fyrstu sem fá tækifæri til að kanna dimmustu, köldustu, fjarlægustu og best földu svæði alheims með sjónaukanum. 6.10.2011 06:00 Minni skattafrádráttur mun draga úr lífeyrissparnaði Lífeyrissjóðir munu ráðleggja sjóðsfélögum að lækka viðbótarlífeyrissparnað sinn í tvö prósent af launum, nái breytingar sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu fram að ganga. Að öðrum kosti verði þeir fyrir tvísköttun, þar sem útgreiðslur úr sjóðunum eru einnig skattlagðar. 6.10.2011 06:00 Stendur við niðurskurðinn David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að skuldavandi evruríkjanna ógni nú efnahagslífi heimsins ekki síður en lánsfjárkreppan árið 2008. 6.10.2011 06:00 Ferðamenn þegar jafn margir og í fyrra Ferðamálastofa hefur staðfest að 51.576 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum, tæplega ellefu þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða langfjölmennasta septembermánuð frá upphafi mælinga. Um 62 þúsund fleiri ferðamenn hafa komið til landsins frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra, þegar brottfarir voru 385 þúsund talsins. 6.10.2011 05:30 Staðgöngumæðrun í nefnd Þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun var rædd í fyrra skipti á Alþingi í gær. 23 þingmenn standa að baki tillögunni. Var málinu vísað til velferðarnefndar þingsins að lokinni umræðunni. 6.10.2011 05:00 Telja neyðarlögin hygla Íslendingum Íslensk stjórnvöld mótmæla því að neyðarlögin hafi hyglað innlendum innstæðueigendum gömlu bankana umfram þá erlendu. Þetta kemur fram í svari stjórnvalda við rökstuddu áliti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna Icesave, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, skrifar undir. 6.10.2011 04:00 Loftnet vinna saman sem risasjónauki ALMA er alþjóðlegt samstarfsverkefni Evrópu (ESO), Norður-Ameríku, Austur-Asíu og Síle um smíði stærsta stjörnusjónauka heims. Kostnaður við verkefnið nemur meira en einum milljarði dala, um 118 milljörðum íslenskra króna. Sjónaukinn verður tekinn í fulla notkun árið 2013. Í fréttatilkynningu frá ESO (European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli) kemur fram að skammstöfunin ALMA stendur fyrir Atacama Large Millimeter/submillimeter Array. 6.10.2011 03:15 Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5.10.2011 23:52 Google vandamál Rick Santorum Rick Santorum, einn af hugsanlegum forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum, á við heldur óheppilegt vandamál að stríða. 5.10.2011 23:31 Palin ætlar ekki í framboð til forseta Sarah Palin sagði í dag að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Palin, sem var varaforsetaefni John McCain árið 2008, var ekki talin líklega til að fara í framboð. Þó voru margir sem vonuðust eftir því. Núverandi frambjóðendur Repúblikana eru ekki taldnir heilla kjósendur. 5.10.2011 23:30 Hinsegin vetrarnætur Nýrri hinsegin vetrarhátíð verður hleypt af stokkunum í Reykjavík í febrúar með tilheyrandi náttúruskoðun og lífsins lystisemdum. Hátíðin er ekki til höfuðs Gay Pride heldur viðbót í flóru hinsegin fólks. 5.10.2011 23:15 Google fjarlægir smáforrit úr vefverslun Google hefur fjarlægt smáforrit úr vefverslun sinni eftir að hagsmunasamtök og baráttuhópar lýstu yfir vonbrigðum sínum. 5.10.2011 22:43 Jón Arnar fékk sjálfsofnæmi í háskólanámi Frjálsíþróttamaðurinn Jón Arnar Magnússon telur að sjálfsofnæmi sem hann fékk í háskólanámi erlendis megi rekja til þess hversu snögglega hann hætti æfingum. Ofnæmið varð til þess að þessi fyrrum hár- og skeggprúði maður missti hvert einasta hár. 5.10.2011 22:25 Kröfuganga í New York á miðvikudaginn Mótmælin halda áfram í Bandaríkjunum. Síðustu daga hefur hreyfingin Occupy Wall Street vaxið ásmeginn og hafa mótmælendahópar sprottið upp víða þar í landi. 5.10.2011 22:14 Spurning hvort áhuginn á löggulífi sé í genunum Við erum allir starfandi lögreglumenn, nema sá litli,“ segir Hlynur Steinn Þorvaldsson og á þar við föður sinn Þorvald Sigmarsson, tengdaföður sinn Hlyn Snorrason og soninn Baltasar Goða Hafberg. „Við pabbi erum í útkallsdeildinni og óeirðadeildinni á höfuðborgarsvæðinu en tengdapabbi sér um rannsókn allra mála á Vestfjarðakjálkanum.“ 5.10.2011 22:00 Vísindamenn klóna stofnfrumur Vísindamönnum í Bandaríkjunum hefur tekist að klóna stofnfrumur út frá DNA kjarnsýru sjúklings. Árangurinn hefur vakið mikil athygli enda eru stofnfrumurannsóknir mikið hitamál í Bandaríkjunum. 5.10.2011 21:45 Skotárás í Kalforníu Ofbeldismaður skaut átta mans í sementverksmiðju nú fyrir stuttu í Kaliforníu. Lögreglan segir að starfsmaður verksmiðjunnar, Shareed Allman, hafi verið að verki. Allman flúði af vettvangi og leitar lögreglan hans nú. 5.10.2011 21:22 Drakk kaffi og var í fartölvunni undir stýri Þau er jafn ólík og þau eru mörg málin sem lögreglumenn þurfa að kljást við í daglegum störfum sínum. Í sérstöku átaki hjá lögreglunni í bænum Hampshire á Englandi á dögunum kom í ljós að ökumenn virtust vera uppteknir við að gera eitthvað allt annað en að keyra bílinn. 5.10.2011 21:11 Flugfreyjur fljúga - nýr samningur í höfn Fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hafa skrifað undir nýjan kjarasamning eftir langan og strangan sáttafund í allan dag í húsnæði ríkissáttasemjara. 5.10.2011 20:49 Palestína sækir um aðild að UNESCO Stjórn UNESCO hefur ákveðið að kjósi skuli um aðild Palestínu að ráðinu. 5.10.2011 20:47 Koma titrandi og skjálfandi af vestfirskum vegum Slæmar samgöngur á Vestfjörðum hamla uppbyggingu atvinnulífs og skerða samkeppnishæfni fjórðungsins. Þessi viðhorf eru áberandi hjá atvinnurekendum sem Kristján Már Unnarsson ræddi við á sunnanverðum Vestfjörðum og birtust í fréttum Stöðvar 2. 5.10.2011 20:32 Mannskæð flóð í Tælandi Mikil flóð hafa verið á Tælandi undanfarna mánuði og er talið að minnsta kosti 237 hafi farist í flóðunum. 5.10.2011 20:28 Bleik Kristsstytta í Rio de Janeiro Kristsstyttan sem vakir yfir Rio de Janeiro er nú böðuð bleikri birtu. Er þetta gert í tilefni af mánaðarlangri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein sem nú stendur yfir. 5.10.2011 20:14 Veist þú hver stakk á dekk lögreglumanns á Blönduósi? Stungið var á tvö dekk á einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi á dögunum. Í tilkynningu frá lögreglunn í bænums segir bílnum hafi verið lagt í innkeyrslu heima hjá honum og sjá megi skurði á báðum hjólbörðunum. Lögreglan telur að þetta hafi gerst í dag, í gær eða fyrradag. Ekki er vitað um þann sem þarna var að verki en ef einhver hefur upplýsingar um málið er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á Blönduósi í síma 455-2666. 5.10.2011 20:08 Mál fangavarða útrýmingarbúða tekin upp Þýskir saksóknarar rannsaka nú að nýju fjölda mála tengdum grunuðum fangavörðum í útrýmingarbúðum nasista. 5.10.2011 20:00 Flugfreyjur funda Fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hafa í allan dag fundað um nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 5.10.2011 19:56 Álftanes fær milljarð í þrjú ár ef sveitarfélagið verður lagt niður Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu þrjú árin, með því skilyrði að sameinast öðru sveitarfélagi. 5.10.2011 19:47 Ósýnilegi stimpillinn "Dópisti“ Faðir Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur krefst þess að rannsókn á andláti hennar verði haldið áfram. Sjálfur hefur hann aflað upplýsinga og sent ný sönnunargögn til ríkissaksóknara máli sínu til stuðnings. 5.10.2011 19:09 Íslendingur fær 18 milljónir Íslendingur var með fimm tölur réttar af fimm og bónustöluna í Víkingalottóinu í kvöld og fær rúmlega 18 milljónir króna í sinn hlut. Það voru hinsvegar þrír Norðmenn sem skipta með sér fyrsta vinningnum og fær hver tæplega 57 milljónir í sinn hlut. 5.10.2011 19:04 Sólhringsverkfall í Grikklandi - steinum kastað í lögreglu Athafnalíf í Grikklandi hefur verið lamað frá miðnætti en þar stendur nú yfir sólarhrings allsherjarverkfall. Gríska óeirðarlögreglan þurfti á beita táragasi á mótmælendur sem köstuðu steinum í lögreglumenn. 5.10.2011 18:39 Formaður SUS: "Þetta eru gríðarlegir peningar“ "Ég er ekki viss um að almenningur átti sig á því hvað þetta eru stórar fjárhæðir," segir Davíð Þorláksson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. 5.10.2011 17:38 Guðmundar- og Geirfinnsmálið - Öll umfjöllunin á einum stað Samantekt af ítarlegri umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar, Vísis og Íslands í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Ný gögn eru komin fram sem vakið hafa mikil viðbrögð í samfélaginu en það eru dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar sakbornings í málinu. 5.10.2011 17:15 Indversk stjórnvöld kaupa hræódýrar tölvur fyrir skólanema Indversk yfirvöld hafa fest kaup á hundrað þúsund smágerðum tölvum með snertiskjám. Tölvurnar eru í ætt við iPad tölvur Apple fyrirtækisins. Það er þó einn munur. Sú Indverska kostar aðeins 35 dollara, eða fjögur þúsund krónur. 5.10.2011 16:29 Sælkerar gætið ykkar: Lúxus súkkulaðiíspinnar innkallaðir Kjörís hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákveðið að innkalla tímabundið Lúxus-súkkulaðiíspinna þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki nægjanlega vel merktir á umbúðum vörunnar. 5.10.2011 16:07 Fimm handteknir með hálft kíló af kókaíni Fjórir karlar og ein kona voru handtekin í lok síðustu viku í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tengdum fíkniefnaviðskiptum. 5.10.2011 15:50 Helmingi færri fuglar veiddir Svandís Svavarsdóttir hefur gefið leyfi fyrir því að 31 þúsund rjúpur verði veiddar í ár. Ákvörðunin er tekin á grundvelli ráðleggingar frá Náttúrufræðistofnun. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en í fyrra, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann. 5.10.2011 15:01 Óttast að HIV smitaður maður hafi sængað hjá hundruðum kvenna Lögreglan í Bretlandi biðlar til hundraða kvenna um að gefa sig fram hafi þær einhvern grun um að hafa sofið hjá hinum 38 ára gamla Simon McClure. Simon, sem er frá Middlesbrough, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að sofa hjá konum án þess að greina frá því að hann væri sýktur af HIV veirunni. 5.10.2011 14:46 Fagna mögulegu verkfalli Sinfóníunnar Ungir sjálfstæðismenn fagna mögulegu verkfalli tónlistarmanna Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hvetja stjórnvöld til að nota tækifærið og hætta öllum fjárstuðningi við hljómsveitina, samkvæmt tilkynningu frá SUS. 5.10.2011 14:08 Gómaði þjóf með aðstoð Facebook Tæplega sextugur Breti hafði upp á þjófi í gegnum samskiptavefinn Facebook á dögunum. Bretinn uppgötvaði einn morguninn að það var búið að stela keðjusög og trjáklippum sem voru geymdar í skúr á bak við húsið hans. Andvirði þýfisins eru rúmlega 50 þúsund íslenskar krónur. 5.10.2011 13:46 Sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða Karzai Afganska leyniþjónustan segist hafa handtekið sex menn sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að myrða Hamid Karzai forseta landsins. Hinir handteknu eru sagðir meðlimir í öfgasamtökunum Haqqani sem á síðustu mánuðum hafa myrt marga hátt setta Afgana. Í síðasta mánuði var fyrrverandi forseti landsins, Burhanuddin Rabbani, myrtur af manni sem talinn er hafa tilheyrt samtökunum en þau starfa jafnt í Afganistan og í Pakistan og eru tengd Talibönum nánum böndum. 5.10.2011 13:33 Skaut horn af hreindýri til þess að losa það - dýrið festist svo aftur Björgunarfélag Hornafjarðar leysti síðdegis í gær tvö hreindýr sem voru föst í girðingu rétt ofan við Flatey á Mýrum. 5.10.2011 13:19 Margrét Gauja verður forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur tekið við stöðu forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Það er Sigríður Björk Jónsdóttir sem hefur gegnt embætti forseta bæjarstjórnar frá kosningum. 5.10.2011 13:04 Eldfjall með áhugaverðustu myndum í London Eitt virtasta kvikmyndatímarit Breta, Total Film, hefur valið kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Eldfjall sem eina af þeim þrjátíu kvikmyndum sem lesendur ættu að sjá á kvikmyndahátíðinni í London sem hefst 12. október. Alls eru yfir 200 myndir í fullri lengd á dagskrá hátíðarinnar að því er fram kemur í tilkynningu. 5.10.2011 12:13 Taj Mahal að hruni komið Fjölsóttasti ferðamannastaður Indlands, grafhýsið Taj Mahal, er við það að hrynja til grunna að sögn sérfræðinga. Átak hefur veri sett í gang til þess að reyna að afla fjármuna til þess að bjarga byggingunni sem Mógúllinn Shah Jahan byggði til minningar um konu sína sem lést af barnsförum fyrir rúmum 350 árum. Undirstöður byggingarinnar eru úr tréi sem farið er að rotna og nú er svo komið að sprungur eru farnar að myndast í marmaraveggina. 5.10.2011 12:07 Óttast um óbreytta borgara í Sirte Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem fastir eru í borginni Sirte í Líbíu en þar gera uppreisnarmenn nú lokatlögu að stuðningsmönnum Múammars Gaddafí fyrrverandi leiðtoga. Rafmagnslaust hefur verið í borginni svo dögum skiptir og er kominn upp vatnsskortur auk þess sem lyf eru af skornum skammti. 5.10.2011 12:04 Sjá næstu 50 fréttir
Bylting í geimvísindum Flóknasta stjörnustöð á jörðu niðri, ALMA, var tekin formlega í notkun á dögunum. Mörg þúsund vísindamenn frá öllum heimshornum hafa keppst um að vera meðal þeirra fyrstu sem fá tækifæri til að kanna dimmustu, köldustu, fjarlægustu og best földu svæði alheims með sjónaukanum. 6.10.2011 06:00
Minni skattafrádráttur mun draga úr lífeyrissparnaði Lífeyrissjóðir munu ráðleggja sjóðsfélögum að lækka viðbótarlífeyrissparnað sinn í tvö prósent af launum, nái breytingar sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu fram að ganga. Að öðrum kosti verði þeir fyrir tvísköttun, þar sem útgreiðslur úr sjóðunum eru einnig skattlagðar. 6.10.2011 06:00
Stendur við niðurskurðinn David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að skuldavandi evruríkjanna ógni nú efnahagslífi heimsins ekki síður en lánsfjárkreppan árið 2008. 6.10.2011 06:00
Ferðamenn þegar jafn margir og í fyrra Ferðamálastofa hefur staðfest að 51.576 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum, tæplega ellefu þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða langfjölmennasta septembermánuð frá upphafi mælinga. Um 62 þúsund fleiri ferðamenn hafa komið til landsins frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra, þegar brottfarir voru 385 þúsund talsins. 6.10.2011 05:30
Staðgöngumæðrun í nefnd Þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun var rædd í fyrra skipti á Alþingi í gær. 23 þingmenn standa að baki tillögunni. Var málinu vísað til velferðarnefndar þingsins að lokinni umræðunni. 6.10.2011 05:00
Telja neyðarlögin hygla Íslendingum Íslensk stjórnvöld mótmæla því að neyðarlögin hafi hyglað innlendum innstæðueigendum gömlu bankana umfram þá erlendu. Þetta kemur fram í svari stjórnvalda við rökstuddu áliti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna Icesave, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, skrifar undir. 6.10.2011 04:00
Loftnet vinna saman sem risasjónauki ALMA er alþjóðlegt samstarfsverkefni Evrópu (ESO), Norður-Ameríku, Austur-Asíu og Síle um smíði stærsta stjörnusjónauka heims. Kostnaður við verkefnið nemur meira en einum milljarði dala, um 118 milljörðum íslenskra króna. Sjónaukinn verður tekinn í fulla notkun árið 2013. Í fréttatilkynningu frá ESO (European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli) kemur fram að skammstöfunin ALMA stendur fyrir Atacama Large Millimeter/submillimeter Array. 6.10.2011 03:15
Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5.10.2011 23:52
Google vandamál Rick Santorum Rick Santorum, einn af hugsanlegum forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum, á við heldur óheppilegt vandamál að stríða. 5.10.2011 23:31
Palin ætlar ekki í framboð til forseta Sarah Palin sagði í dag að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Palin, sem var varaforsetaefni John McCain árið 2008, var ekki talin líklega til að fara í framboð. Þó voru margir sem vonuðust eftir því. Núverandi frambjóðendur Repúblikana eru ekki taldnir heilla kjósendur. 5.10.2011 23:30
Hinsegin vetrarnætur Nýrri hinsegin vetrarhátíð verður hleypt af stokkunum í Reykjavík í febrúar með tilheyrandi náttúruskoðun og lífsins lystisemdum. Hátíðin er ekki til höfuðs Gay Pride heldur viðbót í flóru hinsegin fólks. 5.10.2011 23:15
Google fjarlægir smáforrit úr vefverslun Google hefur fjarlægt smáforrit úr vefverslun sinni eftir að hagsmunasamtök og baráttuhópar lýstu yfir vonbrigðum sínum. 5.10.2011 22:43
Jón Arnar fékk sjálfsofnæmi í háskólanámi Frjálsíþróttamaðurinn Jón Arnar Magnússon telur að sjálfsofnæmi sem hann fékk í háskólanámi erlendis megi rekja til þess hversu snögglega hann hætti æfingum. Ofnæmið varð til þess að þessi fyrrum hár- og skeggprúði maður missti hvert einasta hár. 5.10.2011 22:25
Kröfuganga í New York á miðvikudaginn Mótmælin halda áfram í Bandaríkjunum. Síðustu daga hefur hreyfingin Occupy Wall Street vaxið ásmeginn og hafa mótmælendahópar sprottið upp víða þar í landi. 5.10.2011 22:14
Spurning hvort áhuginn á löggulífi sé í genunum Við erum allir starfandi lögreglumenn, nema sá litli,“ segir Hlynur Steinn Þorvaldsson og á þar við föður sinn Þorvald Sigmarsson, tengdaföður sinn Hlyn Snorrason og soninn Baltasar Goða Hafberg. „Við pabbi erum í útkallsdeildinni og óeirðadeildinni á höfuðborgarsvæðinu en tengdapabbi sér um rannsókn allra mála á Vestfjarðakjálkanum.“ 5.10.2011 22:00
Vísindamenn klóna stofnfrumur Vísindamönnum í Bandaríkjunum hefur tekist að klóna stofnfrumur út frá DNA kjarnsýru sjúklings. Árangurinn hefur vakið mikil athygli enda eru stofnfrumurannsóknir mikið hitamál í Bandaríkjunum. 5.10.2011 21:45
Skotárás í Kalforníu Ofbeldismaður skaut átta mans í sementverksmiðju nú fyrir stuttu í Kaliforníu. Lögreglan segir að starfsmaður verksmiðjunnar, Shareed Allman, hafi verið að verki. Allman flúði af vettvangi og leitar lögreglan hans nú. 5.10.2011 21:22
Drakk kaffi og var í fartölvunni undir stýri Þau er jafn ólík og þau eru mörg málin sem lögreglumenn þurfa að kljást við í daglegum störfum sínum. Í sérstöku átaki hjá lögreglunni í bænum Hampshire á Englandi á dögunum kom í ljós að ökumenn virtust vera uppteknir við að gera eitthvað allt annað en að keyra bílinn. 5.10.2011 21:11
Flugfreyjur fljúga - nýr samningur í höfn Fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hafa skrifað undir nýjan kjarasamning eftir langan og strangan sáttafund í allan dag í húsnæði ríkissáttasemjara. 5.10.2011 20:49
Palestína sækir um aðild að UNESCO Stjórn UNESCO hefur ákveðið að kjósi skuli um aðild Palestínu að ráðinu. 5.10.2011 20:47
Koma titrandi og skjálfandi af vestfirskum vegum Slæmar samgöngur á Vestfjörðum hamla uppbyggingu atvinnulífs og skerða samkeppnishæfni fjórðungsins. Þessi viðhorf eru áberandi hjá atvinnurekendum sem Kristján Már Unnarsson ræddi við á sunnanverðum Vestfjörðum og birtust í fréttum Stöðvar 2. 5.10.2011 20:32
Mannskæð flóð í Tælandi Mikil flóð hafa verið á Tælandi undanfarna mánuði og er talið að minnsta kosti 237 hafi farist í flóðunum. 5.10.2011 20:28
Bleik Kristsstytta í Rio de Janeiro Kristsstyttan sem vakir yfir Rio de Janeiro er nú böðuð bleikri birtu. Er þetta gert í tilefni af mánaðarlangri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein sem nú stendur yfir. 5.10.2011 20:14
Veist þú hver stakk á dekk lögreglumanns á Blönduósi? Stungið var á tvö dekk á einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi á dögunum. Í tilkynningu frá lögreglunn í bænums segir bílnum hafi verið lagt í innkeyrslu heima hjá honum og sjá megi skurði á báðum hjólbörðunum. Lögreglan telur að þetta hafi gerst í dag, í gær eða fyrradag. Ekki er vitað um þann sem þarna var að verki en ef einhver hefur upplýsingar um málið er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á Blönduósi í síma 455-2666. 5.10.2011 20:08
Mál fangavarða útrýmingarbúða tekin upp Þýskir saksóknarar rannsaka nú að nýju fjölda mála tengdum grunuðum fangavörðum í útrýmingarbúðum nasista. 5.10.2011 20:00
Flugfreyjur funda Fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hafa í allan dag fundað um nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 5.10.2011 19:56
Álftanes fær milljarð í þrjú ár ef sveitarfélagið verður lagt niður Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu þrjú árin, með því skilyrði að sameinast öðru sveitarfélagi. 5.10.2011 19:47
Ósýnilegi stimpillinn "Dópisti“ Faðir Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur krefst þess að rannsókn á andláti hennar verði haldið áfram. Sjálfur hefur hann aflað upplýsinga og sent ný sönnunargögn til ríkissaksóknara máli sínu til stuðnings. 5.10.2011 19:09
Íslendingur fær 18 milljónir Íslendingur var með fimm tölur réttar af fimm og bónustöluna í Víkingalottóinu í kvöld og fær rúmlega 18 milljónir króna í sinn hlut. Það voru hinsvegar þrír Norðmenn sem skipta með sér fyrsta vinningnum og fær hver tæplega 57 milljónir í sinn hlut. 5.10.2011 19:04
Sólhringsverkfall í Grikklandi - steinum kastað í lögreglu Athafnalíf í Grikklandi hefur verið lamað frá miðnætti en þar stendur nú yfir sólarhrings allsherjarverkfall. Gríska óeirðarlögreglan þurfti á beita táragasi á mótmælendur sem köstuðu steinum í lögreglumenn. 5.10.2011 18:39
Formaður SUS: "Þetta eru gríðarlegir peningar“ "Ég er ekki viss um að almenningur átti sig á því hvað þetta eru stórar fjárhæðir," segir Davíð Þorláksson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. 5.10.2011 17:38
Guðmundar- og Geirfinnsmálið - Öll umfjöllunin á einum stað Samantekt af ítarlegri umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar, Vísis og Íslands í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Ný gögn eru komin fram sem vakið hafa mikil viðbrögð í samfélaginu en það eru dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar sakbornings í málinu. 5.10.2011 17:15
Indversk stjórnvöld kaupa hræódýrar tölvur fyrir skólanema Indversk yfirvöld hafa fest kaup á hundrað þúsund smágerðum tölvum með snertiskjám. Tölvurnar eru í ætt við iPad tölvur Apple fyrirtækisins. Það er þó einn munur. Sú Indverska kostar aðeins 35 dollara, eða fjögur þúsund krónur. 5.10.2011 16:29
Sælkerar gætið ykkar: Lúxus súkkulaðiíspinnar innkallaðir Kjörís hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákveðið að innkalla tímabundið Lúxus-súkkulaðiíspinna þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki nægjanlega vel merktir á umbúðum vörunnar. 5.10.2011 16:07
Fimm handteknir með hálft kíló af kókaíni Fjórir karlar og ein kona voru handtekin í lok síðustu viku í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tengdum fíkniefnaviðskiptum. 5.10.2011 15:50
Helmingi færri fuglar veiddir Svandís Svavarsdóttir hefur gefið leyfi fyrir því að 31 þúsund rjúpur verði veiddar í ár. Ákvörðunin er tekin á grundvelli ráðleggingar frá Náttúrufræðistofnun. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en í fyrra, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann. 5.10.2011 15:01
Óttast að HIV smitaður maður hafi sængað hjá hundruðum kvenna Lögreglan í Bretlandi biðlar til hundraða kvenna um að gefa sig fram hafi þær einhvern grun um að hafa sofið hjá hinum 38 ára gamla Simon McClure. Simon, sem er frá Middlesbrough, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að sofa hjá konum án þess að greina frá því að hann væri sýktur af HIV veirunni. 5.10.2011 14:46
Fagna mögulegu verkfalli Sinfóníunnar Ungir sjálfstæðismenn fagna mögulegu verkfalli tónlistarmanna Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hvetja stjórnvöld til að nota tækifærið og hætta öllum fjárstuðningi við hljómsveitina, samkvæmt tilkynningu frá SUS. 5.10.2011 14:08
Gómaði þjóf með aðstoð Facebook Tæplega sextugur Breti hafði upp á þjófi í gegnum samskiptavefinn Facebook á dögunum. Bretinn uppgötvaði einn morguninn að það var búið að stela keðjusög og trjáklippum sem voru geymdar í skúr á bak við húsið hans. Andvirði þýfisins eru rúmlega 50 þúsund íslenskar krónur. 5.10.2011 13:46
Sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða Karzai Afganska leyniþjónustan segist hafa handtekið sex menn sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að myrða Hamid Karzai forseta landsins. Hinir handteknu eru sagðir meðlimir í öfgasamtökunum Haqqani sem á síðustu mánuðum hafa myrt marga hátt setta Afgana. Í síðasta mánuði var fyrrverandi forseti landsins, Burhanuddin Rabbani, myrtur af manni sem talinn er hafa tilheyrt samtökunum en þau starfa jafnt í Afganistan og í Pakistan og eru tengd Talibönum nánum böndum. 5.10.2011 13:33
Skaut horn af hreindýri til þess að losa það - dýrið festist svo aftur Björgunarfélag Hornafjarðar leysti síðdegis í gær tvö hreindýr sem voru föst í girðingu rétt ofan við Flatey á Mýrum. 5.10.2011 13:19
Margrét Gauja verður forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur tekið við stöðu forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Það er Sigríður Björk Jónsdóttir sem hefur gegnt embætti forseta bæjarstjórnar frá kosningum. 5.10.2011 13:04
Eldfjall með áhugaverðustu myndum í London Eitt virtasta kvikmyndatímarit Breta, Total Film, hefur valið kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Eldfjall sem eina af þeim þrjátíu kvikmyndum sem lesendur ættu að sjá á kvikmyndahátíðinni í London sem hefst 12. október. Alls eru yfir 200 myndir í fullri lengd á dagskrá hátíðarinnar að því er fram kemur í tilkynningu. 5.10.2011 12:13
Taj Mahal að hruni komið Fjölsóttasti ferðamannastaður Indlands, grafhýsið Taj Mahal, er við það að hrynja til grunna að sögn sérfræðinga. Átak hefur veri sett í gang til þess að reyna að afla fjármuna til þess að bjarga byggingunni sem Mógúllinn Shah Jahan byggði til minningar um konu sína sem lést af barnsförum fyrir rúmum 350 árum. Undirstöður byggingarinnar eru úr tréi sem farið er að rotna og nú er svo komið að sprungur eru farnar að myndast í marmaraveggina. 5.10.2011 12:07
Óttast um óbreytta borgara í Sirte Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem fastir eru í borginni Sirte í Líbíu en þar gera uppreisnarmenn nú lokatlögu að stuðningsmönnum Múammars Gaddafí fyrrverandi leiðtoga. Rafmagnslaust hefur verið í borginni svo dögum skiptir og er kominn upp vatnsskortur auk þess sem lyf eru af skornum skammti. 5.10.2011 12:04
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent