Innlent

Tuttugu árekstrar í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is. Þar af var einn þriggja bíla árekstur við Skeiðarvog. Þá olli ökumaður, sem var undir áhrifum lyfja, árekstri í Hafnarfirði um fjögurleytið í dag. Einnig varð harður árekstur á Miklubraut. Ökumaður kvartaði undan eymslum í hálsi og fékk aðhlynningu á slysadeild. Af þeim tuttugu árekstrum sem hafa orðið eru fimm árekstrar þar sem tjónvaldar hafa ekið í burtu af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×