Fleiri fréttir

Komin með nóg - ætla að flýja til Noregs

Fjögurra barna móðir segist ekki lengur ná endum saman og því hafi fjölskyldan ákveðið að flýja land. Hún hefur keypt miða aðra leið til Noregs á sunnudaginn.

Ögmundur: Ráðning Páls undarleg

Innanríkisráðherra segir ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins vera undarlega. Hann hefur því bæst í hóp þeirra sem gagnrýna ráðninguna. Rökstuðnings er að vænta frá stjórn Bankasýslunnar innan tíðar.

Kanínur á vappi á umferðargötum

Mikið hefur verið um árekstra á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsmenn árekstur.is hafa aðstoðað ökumenn á vettvangi. Harður þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Bústaðaveg nú síðdegis. Voru allir bílarnir óökufærir eftir óhappið og voru þeir fluttir af vettvangi með kranabifreið frá Krók.

Fundu fíkniefni og sveðju í húsleit

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á nokkra tugi gramma af ætluðu amfetamíni og marijúana við húsleit í Reykjavík í dag.

Fíklar réðust á aldraðar konur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að í tvígang í gær hafi verið ráðist á fullorðnar konur þar sem þær voru einar á gangi. Um er að ræða konu á níræðisaldri í Þingholtunum og hinsvegar konu á áttræðisaldri skammt frá Smáralind.

Skæðadrífa stjörnuhrapa mögulega á leiðinni

Stjörnufræðingar telja að mögulega sé von á meiri háttar skæðadrífu stjörnuhrapa á morgun, nánar tiltekið á milli klukkan 16 og 22. Þetta kemur fram í almanaki Háskóla Íslands, en þar segir að loftsteinastraumurinn Drakónítar, sem gengur yfir hápunkt himins á Íslandi, muni verða áberandi.

Slæmt ef samfélagið telur að réttarkerfið hafi brugðist

"Almenningur hefur látið sig Guðmundar- og Geirfinnsmálið varða. Þannig hef ég í vikunni fengið 1190 undirskriftir þar sem krafist er rannsóknar og endurupptöku þessara mála,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar að hann tilkynnti um stofnun sérstaks starfshóps sem mun rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálin.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir alsælusmygl

Tuttugu og fimm ára gömul kona, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmd í fimmtán mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna, fyrir að hafa flutt inn tæp 145 grömm af alsæludufti þann 25. janúar síðastliðinn. Mögulegt hefði verið að framleiða 1845 alsælutöflur með efninu.

Sletti úr klaufunum fyrir spítalaferð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að fjölbýlishúsi á dögunum þegar kvartað var yfir hávaða í einni íbúðinni, þar sem samkvæmi stóð yfir. Húsráðandi, karl á besta aldri, kom til dyra þegar bankað var upp á og var nokkuð undrandi á þessari heimsókn laganna varða. Sér til málsbóta sagðist maðurinn vera á leið í aðgerð á spítala og nú væru síðustu forvöð að sletta ærlega úr klaufunum því næstu vikurnar myndi hann ekkert komast á djammið. Lögreglumennirnir á vettvangi hlustuðu skilningsríkir á manninn en bentu honum jafnframt á að hann yrði samt að taka tillit til nágranna sinna. Maðurinn féllst á það og var honum síðan óskað góðs bata áður en farið var af staðnum en þá var jafnframt komin ró yfir partígestina.

500 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita vilyrði fyrir stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Brautarholt 7 en þar gætu risið allt að 100 íbúðir.

Verða að endurheimta traust almennings

Stjórnmálaleiðtogar í heiminum og alþjóðlegar stofnanir þurfa að endurheimta traust almennings, sagði Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu í Háskóla Íslands í dag. Hann segir að þetta sé lykillinn að því að finna sameiginlegar lausnir á hnattrænum vandamálum, ekki síst eftir efnahagskreppu heimsins. Einnig þyrfti að auka traust milli þjóða.

Benedikt hæfastur í Hæstarétt

Benedikt Bogason, dómstjóri við Héraðsdóm Vesturlands, er hæfastur til þess að gegna starfi hæstaréttardómara, samkvæmt mati hæfisnefndar. Aðrir umsækjendur um embættið voru Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri. Innanríkisráðherra mun því að öllum líkindum setja Benedikt í starfið í fjarveru Páls Hreinssonar hæstaréttardómara sem verður dómari við EFTA dómstólinn.

Útúrlyfjuð á áttræðisaldri stöðvuð í Garðabæ

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 24-48 ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar var með fimm farþega í bílnum hjá sér en sá ökumaður var að skutla fólkinu í partí.

Fjöldi líka fundust í Mexíkó

Þrjátíu og tvö lík fundust í gær í Mexíkósku borginni Veracruz þar sem eiturlyfjaklíkur hafa barist á banaspjót.

Föst á milli rúms og veggjar í fjóra daga

Áttræð kona í Kalíforníu var hætt komin á dögunum þegar hún datt úr rúmi sínu og skorðaðist á milli rúms og veggjar. Hún gat sig hvergi hreyft og varð auk þess fyrir áverkum á höfði við fallið. Konan býr ein og liðu heilir fjórir dagar frá því hún festist og uns henni var bjargað af starfsmanni félagsþjónustunnar í bænum sem kom að gá að henni. Hún er nú á batavegi á sjúkrahúsi.

Hélt að Júpíter væri neyðarblys

Allt tiltækt björgunarlið var sent af stað í breska strandbænum Tynemouth í vikunni þegar áhyggjufullur íbúi sagðist hafa séð neyðarblys log á himninum undan strönd bæjarins.

Erla Bolladóttir gleðst yfir stofnun starfshópsins

Erla Bolladóttir, einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glöð yfir því að búið sé að stofna starfshóp sem mun fara yfir rannsókn málsins. "En ég finn líka fyrir trega yfir því að Sævar og Tryggvi Rúnar skuli vera farnir og ekki upplifa þetta með okkur," segir Erla.

Áfangasigur segir dóttir Tryggva Rúnars

„Þetta er áfangasigur," segir Kristín Anna Tryggvadóttir dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar eftir að innanríkisráðherra tilkynnti um skipun starfshóps sem kanna skal Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju. Tryggvi var einn sakborninga í málinu og leggur Kristín áherslu á það að þetta sé hvorki endapunkturinn í málinu né byrjunin á því.

Enn skelfur jörð á Hellisheiði

Skjálftahrina varð í morgun við Hellisheiðarvirkjun. Sá stærsti varð um ellefu leytið og mældist 2,6 á richter þá mældist annar 2,5 á ricter. Skjálftarnir tengjast jarðvarmavinnslu Orkuveitunnar við Hellisheiðarvirkjun og verða þegar affallsvatni er dælt niður í sprungur.

Guðmundar- og Geirfinnsmál: Fjórir skipa starfshópinn

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári en þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherra hélt í dag. „Starfshópnum er falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verði tekin til athugunar. Í áfangaskýrslu komi fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhalds málsins. Starfshópurinn mun geta kallað sérfræðinga til ráðgjafar eftir því sem hann telur þörf á,“ segir í tilkynningu.

BUSA barnatjaldið innkallað hjá IKEA á Íslandi

IKEA biður vinsamlega þá viðskiptavini sem eiga BUSA barnatjald að taka það strax úr umferð og koma með það í IKEA verslunina þar sem þeir fá tjaldið endurgreitt. Í tilkynningu frá IKEA segir að stálvírarnir sem haldi tjaldinu uppi geti brotnað. „Ef það gerist, geta beittir endar víranna stungist út úr tjaldinu og rispað eða slasað börn að leik.“

Strætófarþegum fjölgað á árinu

Farþegar sem ferðuðust með strætisvögnum Strætó bs. voru um 16,5% fleiri á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt mælingu fyrirtækisins. Að því er fram kemur í tilkynningu má að öllu óbreyttu gera ráð fyrir að farþegafjöldinn fari yfir níu milljónir á þessu ári. Fjöldinn á árinu 2010 var um átta milljónir en mælingar Strætó á fjölda farþega byggja á farmiðasölu.

Útskrifaðir meistaranemar aldrei verið fleiri

Aldrei áður hafa fleiri stúdentar lokið meistaraprófi á Íslandi en árið 2010, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Rétt rösklega 1100 manns luku meistaraprófi. Alls útskrifuðust 4085 nemendur með 4107 próf skólaárið 2009-2010. Tveir af hverjum þremur sem luku háskólaprófi eru konur.

Sirleaf deilir friðarverðlaunum Nóbels með tveimur öðrum konum

Ellen Johnson Sirleaf forseti Líberíu er handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár en verðlaununum deilir hún með tveimur öðrum konum sem barist hafa fyrir friði. Þær eru Leymah Gbowee sem leiddi baráttuna fyrir friði í Líberíu þegar borgarastyrjöldin í landinu stóð sem hæst og Tawakul Karman, stjórnmálamaður frá Jemen sem lengi hefur barist fyrir auknum mannréttindum þar í landi.

Slösuðust í bílveltu á Akureyri

Tvær 17 ára stúlkur slösuðust, en þó ekki lífshættulega, þegar önnur þeirra missti stjórn á bíl sínum á Krossanesbraut við Akureyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og hafnaði á hvolfi ofan í skurði. Þær komust af sjálfsdáðum út úr honum og upp á veg, en voru fluttar á Sjúkrahúsið, enda önnur með áverka á höfði og hin kenndi eymsla í baki. Þetta mun vera þriðja umferðaróhappið sem hendir stúlkuna sem ók, á örstuttum ökumannsferli hennar.

Strandaði í Sandgerði

Færeyska flutningaskipið Axel, með ellefu manna íslenskri áhöfn, strandaði utan við höfnina í Sandgerði í nótt, en náðist á flot eftir hálfa aðra klukkustund.

Hver fær friðarverðlaunin?

Tilkynnt verður í dag klukkan níu í Osló hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Eins og venjulega reyna menn að giska á hver hljóti hnossið og eru margir á því að kona verði fyrir valinu í þetta skiptið. Þorbjörn Jagland formaður nefndarinnar sagði við norska ríkissjónvarpið í gær að hann telji að vinningshafanum í ár verði vel tekið um allan heim.

Breyting skattþrepa hækkar ekki skatta

Fjárlagafrumvarpið 2012 gerir ráð fyrir breytingu á þrepakerfi í tekjuskattkerfinu. Hækka á mörkin um 3,5 prósent. Fréttablaðið óskaði skýringa frá fjármálaráðuneytinu um hvaða áhrif þetta hefði á skattbyrði einstaklinga.

Ráðherra hyggst óska skýringa

"Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég hafi ekki skoðanir á þessu en ég bara kýs að tjá mig ekki að svo stöddu,“ segir Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, um háværar gagnrýnisraddir sem heyrst hafa um ráðninguna. Málið standi ekki upp á hann heldur stjórn Bankasýslunnar.

Segir eignarhald ekki vera lykilatriði

„Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta séu í sjálfu sér ekki róttækar tillögur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Þær vísa fyrst og fremst til þess að þeir sem fara með hlutverk á þessu sviði, Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd, fylgist áfram með þróuninni á markaðnum en hafi ákveðin ný tæki til að grípa inn í á

Íslensk uppfinning í fyrsta sæti

Valdimar Össurarson hlaut á miðvikudaginn fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasamtaka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir Valorku hverfilinn sinn sem ætlaður er sérstaklega til að nýta hæga sjávarfallastrauma. Verðlaunin námu 300 þúsundum sænskra króna, jafngildi 5,2 milljóna íslenskra króna.

Heimta Baldur til Eyja í vetur

Þess var krafist á fjölmennum mótmælafundi á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum í gær að Baldur yrði fenginn til að sigla milli lands og Eyja í vetur. Á fimmta hundrað manns voru saman komnir á bryggjunni.

Uppbyggingu ekki stýrt af skilanefnd

„Það kemur úr hörðustu átt að fá skeyti af þessu tagi frá þeim sem vinna úr búi föllnu bankanna, sérstaklega Landsbankans. Bankarnir sköpuðu okkur mikið fjárhagslegt tjón og við erum að reyna að hífa samfélagið upp úr því og skapa tekjur til að vinna úr áfallinu sem við urðum fyrir við fall bankanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Tilefnið er gagnrýni skilanefndar gamla Landsbankans, sem fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudag, á nýja bankaskatta og kvótamál.

Geta skipt upp risum á fjölmiðlamarkaði

Samkeppnisyfirvöldum verða veittar auknar heimildir til að stöðva og vinda ofan af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, samkvæmt tillögum nefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndin, sem skipuð var fulltrúum allra flokka á Alþingi, skilaði af sér í gær. Tillögur hennar eru settar fram í formi lagafrumvarps og greinargerð með því.

Wikipedia mótmælir frumvarpi Berlusconi

Frjálsa alfræðiritið Wikipedia hefur lokað ítölsku síðunni sinni. Var þetta gert í mótmælaskyni gegn áætluðum lögum sem myndu neyða útgáfur til að birta breytingar á greinum innan 48 klukkutíma frá birtingu.

VG á Álftanesi vill kanna möguleika á sameiningu

Vinstri grænir á Álftanesi vilja að mögulegir sameiningarkostir sveitafélagsins verði kannaðir í fullu samráði við íbúa Álftaness. Þetta kemur í ályktun aðalfundar félagsins, sem haldinn var í kvöld.

Fornleifauppgröftur Pútíns sviðsettur

Fyrir stuttu var greint frá því að Vladimir Pútín hafi uppgötvað skipsflak á botni Svartahafs. Í skipinu fannst mikið af menjum. Tökuvélar voru á staðnum og mynduðu forsetann kafa eftir gripunum. Í myndbandinu sást til Pútíns draga ævaforn ker og krukkur af hafsbotni.

Filippseyingur umbreytist í Súperman

Flestum langar á einhverjum tímapunkti að vera Súperman. Sumir, hins vegar, ganga skrefinu lengra. Herbert Chavez, 35 ára gamall Filippseyingur, tók það skref.

Sjá næstu 50 fréttir