Uppbyggingu ekki stýrt af skilanefnd 7. október 2011 04:00 Steingrímur segir ágætis horfur á að fá upp í kröfur samkvæmt skuldabréfi sem er í eigu kröfuhafa gamla Landsbankans. Ekki standi til að stýra enduruppbyggingu samfélagsins á grundvelli skilaboða frá þeim. Steingrímur á blaðamannafundi um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-reikninga Landsbankans. fréttablaðið/vilhelm „Það kemur úr hörðustu átt að fá skeyti af þessu tagi frá þeim sem vinna úr búi föllnu bankanna, sérstaklega Landsbankans. Bankarnir sköpuðu okkur mikið fjárhagslegt tjón og við erum að reyna að hífa samfélagið upp úr því og skapa tekjur til að vinna úr áfallinu sem við urðum fyrir við fall bankanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Tilefnið er gagnrýni skilanefndar gamla Landsbankans, sem fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudag, á nýja bankaskatta og kvótamál. Skilanefndin taldi áform stjórnvalda geta rýrt virði eignasafns bankans og mögulega þyrfti að láta á áhrifin reyna fyrir dómi. Samkvæmt samningum við kröfuhafa var gefið út skuldabréf sem getur að hámarki orðið 92 milljarðar króna. Náist það eignast kröfuhafarnir það og skila hlut sínum í nýja Landsbankanum til fjármálaráðuneytisins. Bréfið er skilyrt við mat á eignasafni bankans í árslok 2012. Hann telur ekki tilefni til að hafa áhyggjur, ágætis horfur séu á því að heimtur náist upp í bréfið. Þá verði uppgjöri á milli gamla og nýjna bankans lokið á næsta ári og því lítil ástæða fyrir skilanefnd bankans að hafa áhyggjur af mögulegum framtíðarhorfum varðandi skattlagningu og fiskveiðistjórnun. „Ef einhverjir ættu að hafa skilning á tjóninu, þeim kostnaði sem af því hlaust og þeirri tekjuöflunarþörf sem það skapaði, ættu það að vera þeir sem véla um bú gömlu föllnu bankanna,“ segir Steingrímur. Hann segir ekki annað standa til en að skapa fjármálastarfsemi og sjávarútvegi eðlileg skilyrði til að þróast. Ekki þurfi skilanefndina til að segja ríkisstjórninni fyrir verkum í þeim efnum. „Það er algjörlega á hreinu að það stendur ekki til að fara að stýra enduruppbyggingu samfélagsins á grundvelli skilaboða frá þeim aðilum. Þeir fá sitt uppgjör, sem staðið verður faglega að.“ Steingrímur segir að við uppgjörið verði kröfuhafar í gamla bankann lausir sinna mála og nýi bankinn laus við þá. Engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af því. „Ég vil ekki gefa mér neitt fyrirfram um endanlega niðurstöðu í þessu og ætla ekki að blanda mér í uppgjörið. En eins og málin hafa þróast eru ágætis horfur á að það fáist upp í þetta bréf.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
„Það kemur úr hörðustu átt að fá skeyti af þessu tagi frá þeim sem vinna úr búi föllnu bankanna, sérstaklega Landsbankans. Bankarnir sköpuðu okkur mikið fjárhagslegt tjón og við erum að reyna að hífa samfélagið upp úr því og skapa tekjur til að vinna úr áfallinu sem við urðum fyrir við fall bankanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Tilefnið er gagnrýni skilanefndar gamla Landsbankans, sem fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudag, á nýja bankaskatta og kvótamál. Skilanefndin taldi áform stjórnvalda geta rýrt virði eignasafns bankans og mögulega þyrfti að láta á áhrifin reyna fyrir dómi. Samkvæmt samningum við kröfuhafa var gefið út skuldabréf sem getur að hámarki orðið 92 milljarðar króna. Náist það eignast kröfuhafarnir það og skila hlut sínum í nýja Landsbankanum til fjármálaráðuneytisins. Bréfið er skilyrt við mat á eignasafni bankans í árslok 2012. Hann telur ekki tilefni til að hafa áhyggjur, ágætis horfur séu á því að heimtur náist upp í bréfið. Þá verði uppgjöri á milli gamla og nýjna bankans lokið á næsta ári og því lítil ástæða fyrir skilanefnd bankans að hafa áhyggjur af mögulegum framtíðarhorfum varðandi skattlagningu og fiskveiðistjórnun. „Ef einhverjir ættu að hafa skilning á tjóninu, þeim kostnaði sem af því hlaust og þeirri tekjuöflunarþörf sem það skapaði, ættu það að vera þeir sem véla um bú gömlu föllnu bankanna,“ segir Steingrímur. Hann segir ekki annað standa til en að skapa fjármálastarfsemi og sjávarútvegi eðlileg skilyrði til að þróast. Ekki þurfi skilanefndina til að segja ríkisstjórninni fyrir verkum í þeim efnum. „Það er algjörlega á hreinu að það stendur ekki til að fara að stýra enduruppbyggingu samfélagsins á grundvelli skilaboða frá þeim aðilum. Þeir fá sitt uppgjör, sem staðið verður faglega að.“ Steingrímur segir að við uppgjörið verði kröfuhafar í gamla bankann lausir sinna mála og nýi bankinn laus við þá. Engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af því. „Ég vil ekki gefa mér neitt fyrirfram um endanlega niðurstöðu í þessu og ætla ekki að blanda mér í uppgjörið. En eins og málin hafa þróast eru ágætis horfur á að það fáist upp í þetta bréf.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira