Innlent

Sletti úr klaufunum fyrir spítalaferð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var á leið á spítala.
Maðurinn var á leið á spítala.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að fjölbýlishúsi á dögunum þegar kvartað var yfir hávaða í einni íbúðinni, þar sem samkvæmi stóð yfir. Húsráðandi, karl á besta aldri, kom til dyra þegar bankað var upp á og var nokkuð undrandi á þessari heimsókn laganna varða. Sér til málsbóta sagðist maðurinn vera á leið í aðgerð á spítala og nú væru síðustu forvöð að sletta ærlega úr klaufunum því næstu vikurnar myndi hann ekkert komast á djammið. Lögreglumennirnir á vettvangi hlustuðu skilningsríkir á manninn en bentu honum jafnframt á að hann yrði samt að taka tillit til nágranna sinna. Maðurinn féllst á það og var honum síðan óskað góðs bata áður en farið var af staðnum en þá var jafnframt komin ró yfir partígestina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×