Erlent

Sirleaf deilir friðarverðlaunum Nóbels með tveimur öðrum konum

Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu.
Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu.
Ellen Johnson Sirleaf forseti Líberíu er handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár en verðlaununum deilir hún með tveimur öðrum konum sem barist hafa fyrir friði. Þær eru Leymah Gbowee sem leiddi baráttuna fyrir friði í Líberíu þegar borgarastyrjöldin í landinu stóð sem hæst og Tawakul Karman, stjórnmálamaður frá Jemen sem lengi hefur barist fyrir auknum mannréttindum þar í landi.

Þetta tilkynnti Torbjörn Jagland formaður Nóbelsnefndarinnar nú rétt í þessu en tilkynnt var um útnefninguna í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×