Innlent

Strandaði í Sandgerði

Mynd/GVA
Færeyska flutningaskipið Axel, með ellefu manna íslenskri áhöfn, strandaði utan við höfnina í Sandgerði í nótt, en náðist á flot eftir hálfa aðra klukkustund.

Skipið var á útleið, þegar það strandaði á sandrifi. Björgunarskip Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein og togskipið Örn, náðu í sameiningu að draga skipið á flot aftur og var því siglt til Helguvíkur, þar sem kafari mun kanna botn þess.

Gott veður var á vettvangi og því var áhöfninni ekki hætta búin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×