Erlent

Föst á milli rúms og veggjar í fjóra daga

Mynd/Getty
Áttræð kona í Kalíforníu var hætt komin á dögunum þegar hún datt úr rúmi sínu og skorðaðist á milli rúms og veggjar. Hún gat sig hvergi hreyft og varð auk þess fyrir áverkum á höfði við fallið. Konan býr ein og liðu heilir fjórir dagar frá því hún festist og uns henni var bjargað af starfsmanni félagsþjónustunnar í bænum sem kom að gá að henni. Hún er nú á batavegi á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×