Innlent

Heimta Baldur til Eyja í vetur

„Framferði opinberra aðila í samgöngumálum okkar er til skammar,“ sagði skipuleggjandinn.
Fréttablaðið/óskar p. Friðriksson
„Framferði opinberra aðila í samgöngumálum okkar er til skammar,“ sagði skipuleggjandinn. Fréttablaðið/óskar p. Friðriksson
Þess var krafist á fjölmennum mótmælafundi á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum í gær að Baldur yrði fenginn til að sigla milli lands og Eyja í vetur. Á fimmta hundrað manns voru saman komnir á bryggjunni.

„Það er algjörlega óásættanlegt að þjóðvegurinn sé lokaður að stórum hluta vegna mannlegra mistaka,“ sagði skipuleggjandinn Sigurmundur Gísli Einarsson um siglingaleiðina til og frá Landeyjahöfn.

Þá kröfðust mótmælendur þess að ráðherra samgöngumála og fulltrúar Vegagerðar og Siglingamálastofnunar myndu sitja fyrir svörum á opnum fundi í Eyjum.

- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×