Innlent

Segir eignarhald ekki vera lykilatriði

Ari Edwald forstjóri 365 Árni Pétur Jónsson forstjóri Og Vodafone
Ari Edwald forstjóri 365 Árni Pétur Jónsson forstjóri Og Vodafone
„Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta séu í sjálfu sér ekki róttækar tillögur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Þær vísa fyrst og fremst til þess að þeir sem fara með hlutverk á þessu sviði, Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd, fylgist áfram með þróuninni á markaðnum en hafi ákveðin ný tæki til að grípa inn í á fjölmiðlaréttarlegum forsendum. Það er í sjálfu sér gott og blessað en ég held persónulega að það skipti mestu máli hvernig fjölmiðlar standa sig,“ segir Ari.

„Mér finnst gert of mikið úr mikilvægi eignarhalds, a.m.k. ef menn halda að það sé eitthvað sérstakt á Íslandi miðað við það sem gerist erlendis. Ég hef bent á að þessir nafntoguðustu erlendu fjölmiðlar eru yfirleitt undir stjórn eins manns eða einnar fjölskyldu, þannig að það er kannski ekki lykilatriði,“ bætir hann við.

Óskar Magnússon, forstjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, kvaðst ekki hafa kynnt sér tillögurnar nægilega vel til að vilja tjá sig um þær að sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×