Innlent

Útskrifaðir meistaranemar aldrei verið fleiri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aldrei áður hafa fleiri stúdentar lokið meistaraprófi úr háskólum á Íslandi en árið 2010, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Rétt rösklega 1100 manns luku meistaraprófi. Alls útskrifuðust 4085 nemendur með 4107 próf skólaárið 2009-2010. Tveir af hverjum þremur sem luku háskólaprófi eru konur.

Brautskráðum nemendum úr háskólum fjölgaði um 651 eða 19,0% eftir fækkun árið á undan. Fjölgunin er mest meðal nemenda sem ljúka diplómunámi að lokinni Bachelorgráðu, en þeim fjölgar um 37,0%. Brautskráðir doktorar voru 33 á skólaárinu, 17 karlar og 16 konur. Doktorar voru fimm fleiri en árið á undan og hafa aldrei áður verið fleiri á einu skólaári.

Alls brautskráðust 5.795 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.515 próf skólaárið 2009-2010. Þetta er fjölgun um 110 nemendur frá fyrra ári, eða 1,9%. Aldrei áður hafa svo margir nemendur útskrifast af framhaldsskólastigi. Þeim sem útskrifast með stúdentspróf fjölgar en þeim sem útskrifast af starfsbraut fækkar lítillega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×