Innlent

Skæðadrífa stjörnuhrapa mögulega á leiðinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mögulega er von á skæðadrífu stjörnuhrapa á morgun.
Mögulega er von á skæðadrífu stjörnuhrapa á morgun. Mynd/ Getty.
Stjörnufræðingar telja að mögulega sé von á meiri háttar skæðadrífu stjörnuhrapa á morgun, nánar tiltekið á milli klukkan 16 og 22. Þetta kemur fram í almanaki Háskóla Íslands, en þar segir að loftsteinastraumurinn Drakónítar, sem gengur yfir hápunkt himins á Íslandi, muni verða áberandi.

Háskólinn segir að Drakónítar sé yfirleitt ekki áberandi en hún hafi þó komið mönnum verulega á óvart árin 1933 og 1946, en þá sást á himni skæðadrífa stjörnuhrapa, fleiri en eitt á hverri sekúndu. Talsverð aukning varð líka árin 1998 og 2005, og í ár búist menn við því að úr geti orðið meiriháttar sýning.

Þegar jörðin fer gegnum braut þessarar halastjörnu rekst hún á sæg smárra brota úr halastjörnunni sem dreifst hafa eftir brautinni. Sums staðar eru þéttari hnyklar sem myndast hafa við óvenjulega virkni í halastjörnunni. Spáin í ár lýtur að því að jörðin kunni að fara gegnum hnykla sem myndast hafi seint á 19. öld. Þótt spáin sé engan veginn örugg, er vissara fyrir stjörnuáhugamenn að hafa augun hjá sér annaðkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×