Erlent

Filippseyingur umbreytist í Súperman

Chavez er mikill aðdáandi Lois & Clark. Þættirnir voru afar vinsælir árið 1995.
Chavez er mikill aðdáandi Lois & Clark. Þættirnir voru afar vinsælir árið 1995.
Flesta langar á einhverjum tímapunkti að vera ofurhetjan Súperman. Sumir, hins vegar, ganga skrefinu lengra. Herbert Chavez, 35 ára gamall Filippseyingur, tók það skref.

Síðan 1995 hefur Chavez farið í tugi lýtaaðgera til að umbreyta sér í ofurmennið. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið lýtaaðgerðirnar hafa kostað hann en núna segist hann hafa náð takmarkinu.

Læknar á Filippseyjum telja að Chavez þjáist af andlegum kvilla sem fái hann til að fyrirlíta líkama sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×