Innlent

Benedikt hæfastur í Hæstarétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt Bogason þykir hæfastur til að gegna embætti hæstaréttardómara.
Benedikt Bogason þykir hæfastur til að gegna embætti hæstaréttardómara. Mynd/ Valli.
Benedikt Bogason, dómstjóri við Héraðsdóm Vesturlands, er hæfastur til þess að gegna starfi hæstaréttardómara, samkvæmt mati hæfisnefndar. Aðrir umsækjendur um embættið voru Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri. Innanríkisráðherra mun því að öllum líkindum setja Benedikt í starfið í fjarveru Páls Hreinssonar hæstaréttardómara sem verður dómari við EFTA dómstólinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×