Innlent

Kanínur á vappi á umferðargötum

Sætar kanínur
Sætar kanínur Mynd úr safni
Mikið hefur verið um árekstra á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsmenn árekstur.is hafa aðstoðað ökumenn á vettvangi. Harður þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Bústaðaveg nú síðdegis. Voru allir bílarnir óökufærir eftir óhappið og voru þeir fluttir af vettvangi með kranabifreið frá Krók.

Í tilkynningu frá árekstri.is segir að mikil vandræði hafi skapast undanfarnar vikur og hætta skapast af kanínum sem hafa stokkið út á afreinina frá Stekkjarbakka niður að Reykjanesbrautinni. 

„Mikið er um kanínur á þessu svæði og eru dæmi þess að hoppandi kanínur hafi orðið valdar að umferðaróhöppum á þessum svæði. Jafnvel hafa kanínur sést á vappi á Reykjanesbrautinni sjálfri og haft mikil truflandi áhrif á umferð um brautina,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×