Innlent

Geta skipt upp risum á fjölmiðlamarkaði

Mikil samþjöppun Nefndin segir ástæðu til að hafa áhyggjur af samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Fréttablaðið/anton
Mikil samþjöppun Nefndin segir ástæðu til að hafa áhyggjur af samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Fréttablaðið/anton
Samkeppnisyfirvöldum verða veittar auknar heimildir til að stöðva og vinda ofan af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, samkvæmt tillögum nefndar um eignarhald á fjölmiðlum.

Nefndin, sem skipuð var fulltrúum allra flokka á Alþingi, skilaði af sér í gær. Tillögur hennar eru settar fram í formi lagafrumvarps og greinargerð með því.

Samkvæmt frumvarpinu, sem kann auðvitað að taka breytingum í meðförum þingsins, fær Samkeppniseftirlitið (SE) heimildir til að hindra samruna fjölmiðlafyrirtækja ef hann er talinn hafa óæskileg áhrif á samkeppni, og jafnframt til að skipta þeim upp ef staða þeirra ógnar samkeppni.

Eftirlitið hefur raunar heimildir af þessu tagi nú þegar, sem gilda um öll stærri fyrirtæki. Breytingarnar sem kveðið er á um í frumvarpinu myndu hins vegar hafa það í för með sér að SE gæti gripið inn í ekki aðeins á markaðslegum forsendum heldur einnig á forsendum fjölmiðlaréttar og til að tryggja fjölbreytni og fjölræði í íslensku fjölmiðlaumhverfi, eins og það heitir í lögum um fjölmiðla.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að SE hafi samráð við nýstofnaða fjölmiðlanefnd um aðgerðir í þessa veru og að fjölmiðlanefndin geti beint tilmælum um inngrip til SE.

Áður hafa verið gerðar tilraunir til að takmarka eignarhald á fjölmiðlum með lögum. Fjölmiðlanefnd skilaði tillögum um slíka takmörkun árið 2005 og frumvarp um hana var lagt fram tvö ár í röð á þingi en náði ekki fram að ganga.

Í því frumvarpi var lengra gengið og beinlínis kveðið á um að einstaklingur eða fyrirtæki eða skyldir aðilar mættu ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki ef miðlar fyrirtækisins hefðu yfir þriðjungs hlutdeild í notkun í þrjá mánuði samfleytt. Nefndin sem nú skilar af sér tillögum segir tvær meginástæður fyrir því að ekki hafi þótt vænlegt að fara þessa leið nú. Annars vegar hafi heilmiklar eignatilfærslur átt sér stað á fjölmiðlamarkaði síðan fjölmiðlanefndin skilaði niðurstöðum þótt samþjöppun á markaðnum sé enn vandamál.

Hins vegar hafi tillögur fjölmiðlanefndarinnar aðeins gert ráð fyrir takmörkunum á eignarhaldi hefðbundinna prentmiðla og ljósvakamiðla og erfitt sé að rökstyðja af hverju hefðbundnir fjölmiðlar ættu einir að sæta takmörkunum af þessum toga. stigur@frettabladid.is


Tengdar fréttir

Segir eignarhald ekki vera lykilatriði

„Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta séu í sjálfu sér ekki róttækar tillögur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Þær vísa fyrst og fremst til þess að þeir sem fara með hlutverk á þessu sviði, Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd, fylgist áfram með þróuninni á markaðnum en hafi ákveðin ný tæki til að grípa inn í á




Fleiri fréttir

Sjá meira


×