Geta skipt upp risum á fjölmiðlamarkaði 7. október 2011 03:15 Mikil samþjöppun Nefndin segir ástæðu til að hafa áhyggjur af samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Fréttablaðið/anton Samkeppnisyfirvöldum verða veittar auknar heimildir til að stöðva og vinda ofan af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, samkvæmt tillögum nefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndin, sem skipuð var fulltrúum allra flokka á Alþingi, skilaði af sér í gær. Tillögur hennar eru settar fram í formi lagafrumvarps og greinargerð með því. Samkvæmt frumvarpinu, sem kann auðvitað að taka breytingum í meðförum þingsins, fær Samkeppniseftirlitið (SE) heimildir til að hindra samruna fjölmiðlafyrirtækja ef hann er talinn hafa óæskileg áhrif á samkeppni, og jafnframt til að skipta þeim upp ef staða þeirra ógnar samkeppni. Eftirlitið hefur raunar heimildir af þessu tagi nú þegar, sem gilda um öll stærri fyrirtæki. Breytingarnar sem kveðið er á um í frumvarpinu myndu hins vegar hafa það í för með sér að SE gæti gripið inn í ekki aðeins á markaðslegum forsendum heldur einnig á forsendum fjölmiðlaréttar og til að tryggja fjölbreytni og fjölræði í íslensku fjölmiðlaumhverfi, eins og það heitir í lögum um fjölmiðla. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að SE hafi samráð við nýstofnaða fjölmiðlanefnd um aðgerðir í þessa veru og að fjölmiðlanefndin geti beint tilmælum um inngrip til SE. Áður hafa verið gerðar tilraunir til að takmarka eignarhald á fjölmiðlum með lögum. Fjölmiðlanefnd skilaði tillögum um slíka takmörkun árið 2005 og frumvarp um hana var lagt fram tvö ár í röð á þingi en náði ekki fram að ganga. Í því frumvarpi var lengra gengið og beinlínis kveðið á um að einstaklingur eða fyrirtæki eða skyldir aðilar mættu ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki ef miðlar fyrirtækisins hefðu yfir þriðjungs hlutdeild í notkun í þrjá mánuði samfleytt. Nefndin sem nú skilar af sér tillögum segir tvær meginástæður fyrir því að ekki hafi þótt vænlegt að fara þessa leið nú. Annars vegar hafi heilmiklar eignatilfærslur átt sér stað á fjölmiðlamarkaði síðan fjölmiðlanefndin skilaði niðurstöðum þótt samþjöppun á markaðnum sé enn vandamál. Hins vegar hafi tillögur fjölmiðlanefndarinnar aðeins gert ráð fyrir takmörkunum á eignarhaldi hefðbundinna prentmiðla og ljósvakamiðla og erfitt sé að rökstyðja af hverju hefðbundnir fjölmiðlar ættu einir að sæta takmörkunum af þessum toga. stigur@frettabladid.is Tengdar fréttir Segir eignarhald ekki vera lykilatriði „Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta séu í sjálfu sér ekki róttækar tillögur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Þær vísa fyrst og fremst til þess að þeir sem fara með hlutverk á þessu sviði, Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd, fylgist áfram með þróuninni á markaðnum en hafi ákveðin ný tæki til að grípa inn í á 7. október 2011 06:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Samkeppnisyfirvöldum verða veittar auknar heimildir til að stöðva og vinda ofan af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, samkvæmt tillögum nefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndin, sem skipuð var fulltrúum allra flokka á Alþingi, skilaði af sér í gær. Tillögur hennar eru settar fram í formi lagafrumvarps og greinargerð með því. Samkvæmt frumvarpinu, sem kann auðvitað að taka breytingum í meðförum þingsins, fær Samkeppniseftirlitið (SE) heimildir til að hindra samruna fjölmiðlafyrirtækja ef hann er talinn hafa óæskileg áhrif á samkeppni, og jafnframt til að skipta þeim upp ef staða þeirra ógnar samkeppni. Eftirlitið hefur raunar heimildir af þessu tagi nú þegar, sem gilda um öll stærri fyrirtæki. Breytingarnar sem kveðið er á um í frumvarpinu myndu hins vegar hafa það í för með sér að SE gæti gripið inn í ekki aðeins á markaðslegum forsendum heldur einnig á forsendum fjölmiðlaréttar og til að tryggja fjölbreytni og fjölræði í íslensku fjölmiðlaumhverfi, eins og það heitir í lögum um fjölmiðla. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að SE hafi samráð við nýstofnaða fjölmiðlanefnd um aðgerðir í þessa veru og að fjölmiðlanefndin geti beint tilmælum um inngrip til SE. Áður hafa verið gerðar tilraunir til að takmarka eignarhald á fjölmiðlum með lögum. Fjölmiðlanefnd skilaði tillögum um slíka takmörkun árið 2005 og frumvarp um hana var lagt fram tvö ár í röð á þingi en náði ekki fram að ganga. Í því frumvarpi var lengra gengið og beinlínis kveðið á um að einstaklingur eða fyrirtæki eða skyldir aðilar mættu ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki ef miðlar fyrirtækisins hefðu yfir þriðjungs hlutdeild í notkun í þrjá mánuði samfleytt. Nefndin sem nú skilar af sér tillögum segir tvær meginástæður fyrir því að ekki hafi þótt vænlegt að fara þessa leið nú. Annars vegar hafi heilmiklar eignatilfærslur átt sér stað á fjölmiðlamarkaði síðan fjölmiðlanefndin skilaði niðurstöðum þótt samþjöppun á markaðnum sé enn vandamál. Hins vegar hafi tillögur fjölmiðlanefndarinnar aðeins gert ráð fyrir takmörkunum á eignarhaldi hefðbundinna prentmiðla og ljósvakamiðla og erfitt sé að rökstyðja af hverju hefðbundnir fjölmiðlar ættu einir að sæta takmörkunum af þessum toga. stigur@frettabladid.is
Tengdar fréttir Segir eignarhald ekki vera lykilatriði „Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta séu í sjálfu sér ekki róttækar tillögur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Þær vísa fyrst og fremst til þess að þeir sem fara með hlutverk á þessu sviði, Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd, fylgist áfram með þróuninni á markaðnum en hafi ákveðin ný tæki til að grípa inn í á 7. október 2011 06:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Segir eignarhald ekki vera lykilatriði „Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta séu í sjálfu sér ekki róttækar tillögur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Þær vísa fyrst og fremst til þess að þeir sem fara með hlutverk á þessu sviði, Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd, fylgist áfram með þróuninni á markaðnum en hafi ákveðin ný tæki til að grípa inn í á 7. október 2011 06:00