Erlent

Rannsaka orsakir flugslyssins

Myndin er af flugvélinni áður en hún hrapar til jarðar.
Myndin er af flugvélinni áður en hún hrapar til jarðar.
Bandarísk samgönguyfirvöld hafa skipað rannsóknarteymi til að kanna orsakir flugslyssins í Nevada á föstudaginn þar sem gömul herflugvél hrapaði til jarðar á áhorfendur flugsýningar.

Tala látinna hefur hækkað í níu og tugir eru særðir. Enginn virðist þó hafa hugmynd um hvað kom fyrir. Flugvélin hafði staðist allar vélar- og tímaskoðanir og flugmaðurinn þaulreyndur.

Í samtali við fréttastofu CBS segir Mark Rosenker, formaður öryggideildar samgöngustjórnar bandaríkjanna, ekkert verða útilokað í rannsókninni.


Tengdar fréttir

Þrír látnir eftir flugsýningu

Þrír létust og tugir slösuðust þegar flugvél á flugsýningu í Nevada hlekktist á í lofti og hrapaði til jarðar á áhorfendur. Formælendur sýningarinnar telja að vél flugvélarinnar, sem var af gerðinni Mustang, hafi bilað. Flugvélin hafi þó haft öll tilskilin leyfi og staðist allar skoðanir athugasemdalaust. Þá var flugmaðurinn, Jimmy Leeward, einn sá þekktasti og reyndasti á sínu sviði.

Myndband af flugslysinu

Fréttastofa greindi frá því í morgun að þrír hefðu látist eftir að flugmaður missti stjórn á flugvél sinni á flugsýningu. Áhorfendur á sýningunni náðu myndum af atburðinum. Myndirnar eru fremur óskýrar enda ekki teknar af fagfólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×