Erlent

Fyrirætlanir um frelsun „njósnara“ tefjast

Myndin er af strákunum tveimur.
Myndin er af strákunum tveimur. Mynd/AFP
Óvænt hindrun tefur fyrirætlanir um að frelsa bandarísku strákana tvo sem dæmdir voru á 8 ára fangelsi í Íran í síðasta mánuði. Undirskrift dómara nokkurs er nauðsynleg svo samningurinn komist í gegnum stjórnkerfi landsins. Sá dómari er hins vegar í fríi þar til á þriðjudag. Þar með bresta vonir strákanna um að losna í hvelli.

Strákarnir hafa mátt dúsa í írönskum fangelsum síðastliðin tvö ár. Þeir voru dæmdir fyrir njósnir og að koma óleyfilega yfir landamærin að Íran. Sjálfir segjast þeir aðeins hafa verið að ferðast og hafi líklega óviljandi farið yfir ómerkt landamæri Íran.

Fyrstu merki þess að strákarnir yrðu mögulega leystir úr haldi á næstunni bárust í vikunni sem leið þegar forseti landsins minntist á það. Utanríkisráðherrann sagði einnig að „sem mark um miskunn og gæsku Íslamstrúar" ætli stjórnvöld sér að frelsa drengina.

Hins vegar bárust öfug skilaboð frá öðrum embættismönnum í dag, en þeir sögðu að strákarnir hefðu verið að njósna fyrir Bandaríkin og „við verðlaunum ekki njósnara". Því er óljóst hvert framhaldið verður.

Málið hefur allt aukið á óvild milli landanna tveggja, Bandaríkjanna og Íran.


Tengdar fréttir

Réttlætið spottað í Íran

Talsmaður Amnesty International segir dómana sem bandarískir ferðalangar hlutu í Íran síðastliðinn laugardag "hafa réttlætið að spotti". Hann segir ekkert benda til þess að drengirnir séu njósnarar og hvetur stjórnvöld í Íran til að sleppa þeim hið snarasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×