Innlent

Mikið um nauðungarsölur á Suðurnesjunum

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir staðreyndirnar sorglegar.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir staðreyndirnar sorglegar.
Nú stefnir í að nauðungarsölur hjá Sýslumanninum í Keflavík í ár verði jafnmargar og í fyrra hið minnsta. Þá höfðu nauðungarsölur aldrei verið fleiri á svæðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

280 eignir voru seldar í nauðungarsölu á Suðurnesjunum. Það var meira en tvöföldun frá árinu áður.

Nú stefnir í annað eins, en það sem af er ári hafa 188 eignir verið boðnar upp. 86 eru skráðar í október. Auk þess bíður fjöldi mála úrlausnar.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir stöðuna grafalvarlega.13% þeirra sem eru í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara koma af Suðurnesjunum þó þar búi aðeins 6,5% landsmanna. Atvinnuleysi er þar algengt og fjárhagsstaða margra íbúa bágborin.

Árni segir að unnið sé að uppbyggingu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×