Erlent

Siemens rýfur tengsl við kjarorkuiðnað

Siemens mun ekki framleiða tæki ætluð í kjarnorkuiðnað.
Siemens mun ekki framleiða tæki ætluð í kjarnorkuiðnað.
Þýski tæknirisinn Siemens hyggst hætta allri þróun og framleiðslu á tækjum fyrir kjarnorkuver. Formælendur fyrirtækisins segja ákvörðunina rétta eftir slysið í Fukushima í Japan í marsmánuði.

Í samtali við þýska tímaritið Spiegel segi Peter Loescher, forstjóri Siemens, ákvörðunina endurspegla afstöðu þýsku þjóðarinnar og stjórnmálamanna hennar að rjúfa eigi öll tengsl við kjarnorkuframleiðslu í heiminum. Hann segir þann kafla í sögu Siemens lokið og tók sérstaklega fram að allar vörur sem nýttar eru í kjarnorkuver verði teknar strax af markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×