Innlent

Tíu gistu fangageymslur

Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórir fyrir ölvunarakstur. Auk þess var einn handtekinn vegna minniháttar líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Óliver. Að sögn lögreglunnar var talsverð ölvun í miðborginni í nótt.

Nóttin var sérdeilis róleg hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn bíll var sendur í útkall til að hreinsa upp olíu eftir árekstur.

Þá gekk nóttin stóráfallalaust á slysadeild Landspítalans. Einhver fjöldi fólks kom á bráðamóttöku með smááverka og pústra eftir slagsmál í miðbæ Reykjavíkur, en ekki var um alvarlega áverka að ræða.

Loks voru tveir menn teknir á Akureyri í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru báðir á tvítugsaldri. Lögregla tók blóðsýni sem send voru til frekari rannsóknar.

Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglu á landinu öllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×