Innlent

Enginn með fyrsta vinning

Ljóst er að fyrsti vinningur í Lottó verður fjórfaldur í næstu viku, þar sem enginn hlaut fyrsta vinning í kvöld. Fyrsti vinningur var 17.564.350 krónur.

Hins vegar unnu 5 manns annan vinning, sem var 59.280 króna hár.

Þá hlaut heldur enginn fyrsta vinning í Jókernum, en hann var að upphæð 2.000.000 kr. Hins vegar var einn spilandi með 4 tölur réttar og hlaut þar 100.000 kr í annan vinning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×