Innlent

Mánuður menntavísinda í HÍ

Menntavísindasvið Háskóla Íslands bauð í dag upp á opið hús í tilefni þess að september er mánuður menntavísinda á aldarafmæli háskólans.

Grunn og framhaldsskólar hvaðanæva af landinu tóku þátt í dagskránni meðal annars með kynningu á frumsamdri tónlist, tilraunasmiðju undir leiðsögn kennara og uppistandi í hjólastól á vegum nýútskrifaðs þroskaþjálfa á Menntavísindasviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×