Innlent

Aukaferð til Eyja á morgun

Ferjan Baldur siglir milli Lands og Eyja þessa dagana þar sem Herjólfur er í slipp í Danmörku.
Ferjan Baldur siglir milli Lands og Eyja þessa dagana þar sem Herjólfur er í slipp í Danmörku.
Eimskip hafa ákveðið að sigla oftar en venjulega milli Lands og Eyja á morgun. Fimmtu ferðinni verður bætt við, kl. 14:30 frá Eyjum og 16:00 frá Landeyjahöfn.

Þó er vert að taka fram að spáin fyrir morgundaginn er ekki góð og því eru allir væntanlegir farþegar beðnir að fylgjast vel með á heimasíðu Herjólfs eða facebook.


Tengdar fréttir

Bátsferðum til Vestmannaeyja aflýst

Öllum ferðum Baldurs milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Ekki er hægt að nota Þorlákshöfn við þessar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×