Fleiri fréttir Októberfest sett í Munchen Borgarstjórinn í Munchen opnaði fyrsta bjórkútinn og setti þar með 178. Októberfest-hátíðina í morgun. Búist er við því að yfir 6 milljón gestir frá öllum heimshornum ferðist til Þýskalands til að taka þátt í gleðinni sem stendur næstu 17 daga. 17.9.2011 14:20 Jóhanna segir sigurinn sinn Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir sáttina um stjórnarráðsfrumvarpið hvorki vera sigur fyrir stjórnarandstöðuna né ósigur fyrir sjálfa sig. Ferill málsins sé þó til marks um að leggja eigi septemberþingið af. 17.9.2011 14:00 Heimild til að framlengja gjaldeyrishöft lögfest Frumvarp til laga um að Seðlabanki Íslands fái heimild til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013 var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 30 atkvæðum gegn 13. 17.9.2011 13:36 Össur mun styðja umsókn Palestínu Össur Skarphéðinsson mun fyrir Íslands hönd styðja umsókn Palestínu um viðurkenningu um að landið sé sjálfstætt ríki. Þessu lýsti Össur yfir í ferð sinni til Gazasvæðisins síðastliðið sumar og aðstoðarmaður hans, Kristján Guy Burgess, staðfesti við fréttastofu. 17.9.2011 13:24 Loftárásir Nató á Sirte í nótt Talsmaður Muammar Gaddafi segir loftárásir Nató á Sirte í nótt hafa drepið 354 manns. Lofárásirnar lentu á íbúðarhúsi og hóteli. Þetta fullyrti hann í viðtali við Reuters, en fullyrðingar hans hafa ekki verið staðfestar, enda hefur verið lokað á mest öll samskipti frá bænum síðan Tripoli féll. 17.9.2011 12:15 Neyddir til að lenda vegna veikinda farþega Flugvél Iceland Express á leið frá New York til Keflavíkur var í nótt neydd til að lenda í Goose Bay í Kanada vegna veikinda farþega. Líkur benda til þess að um mjög alvarlegt flogakast hafi verið að ræða. 17.9.2011 12:01 Uppreisnarmenn ráðast inn í Sirte Uppreisnarmenn í Líbíu réðust inn í fæðingarbæ Gaddafí, Sirte, í morgun. Alla vega 100 bílar sáust keyra inn í bæinn, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafí. Uppreisnarmenn reyna nú að leggja hann undir sig. 17.9.2011 11:36 Fjölskyldudagur Strætó í dag Fjölskyldudagur Strætó er haldinn í dag. Markmið viðburðarins er að kynna starfsemi Strætó, en hann er hluti af Evrópskri samgönguviku sem nú stendur yfir. Fjölbreytt dagskrá verður við höfuðstöðvar Strætó bs. að Hesthálsi 14 milli klukkan 13:00-16:00. 17.9.2011 11:16 Þrír látnir eftir flugsýningu Þrír létust og tugir slösuðust þegar flugvél á flugsýningu í Nevada hlekktist á í lofti og hrapaði til jarðar á áhorfendur. Formælendur sýningarinnar telja að vél flugvélarinnar, sem var af gerðinni Mustang, hafi bilað. Flugvélin hafi þó haft öll tilskilin leyfi og staðist allar skoðanir athugasemdalaust. Þá var flugmaðurinn, Jimmy Leeward, einn sá þekktasti og reyndasti á sínu sviði. 17.9.2011 10:24 Pétur Blöndal: Gjaldeyrishöftin eins og ópíum Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti gjaldeyrishöftunum við ópíum á þingfundi í dag. Hann lýsir sig andstæðan frumvarpi ríkisstjórnarinnar um framlengingu gjaldeyrishaftanna. 17.9.2011 10:17 Flugfreyjur skrifa undir kjarasamning Nýr kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Samningafundur hafði þá staðið frá því klukkan tíu í gærmorgun samkvæmt vef Morgunblaðsins. 17.9.2011 10:28 Nóttin róleg hjá lögreglu Nóttin var róleg hjá lögreglunni á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu gistu þrír menn fangageymslur lögreglunnar. Dælubílar slökkviliðsins voru ekki kallaðir út, en sjúkraflutningamenn fóru hins vegar í um þrjátíu útköll. 17.9.2011 09:58 Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. 17.9.2011 08:00 Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. 17.9.2011 07:30 Vilja vísa tillögu um staðgöngumæðrun frá Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. 17.9.2011 07:30 Gefið eftir í stóru málunum Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. 17.9.2011 07:00 Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. 17.9.2011 06:30 Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17.9.2011 06:00 Kaupin breyta verðmati á ósnortnu víðerni Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 17.9.2011 05:30 Eineltisfé verður deilt á alla skólana Reykjavíkurborg er hætt í samstarfi við Olweus um eineltisáætlanir í grunnskólum. Sigrún Björnsdóttir hjá menntasviði Reykjavíkur segir að undanfarin ár hafi verkefnastjóri Olweus-áætlunarinnar á Íslandi fengið fasta 2,5 milljóna króna greiðslu fyrir að veita 21 grunnskóla í Reykjavík stuðning. Skólarnir hafi unnið gegn einelti í samræmi við áætlunina. 17.9.2011 04:00 Pólitísk skylda segir Ingibjörg Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. 17.9.2011 03:00 Rússum spáð kosningasigri „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. 17.9.2011 01:00 Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. 17.9.2011 00:00 Flutti sömu ræðuna tvisvar - þingmenn endurtóku frammíköllin „Við sátum þarna og hlustuðum á Jón Gunnarsson þegar ég uppgötvaði skyndilega að ég hafði heyrt þessa ræðu áður,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann segist hafa hlustað á Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, flytja sömu ræðuna tvisvar í umræðum um Stjórnarráð Íslands. 16.9.2011 22:04 Forseta Hells Angels á Íslandi vísað frá Noregi "Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag,“ sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. 16.9.2011 21:00 Fundu fallbyssukúlu í Malbikunarstöð og tóku röntgenmynd af henni Starfsmenn Malbikunarstöðvarinn Höfða brugðust hárrétt við í gær við þegar þeir fundu ósprungna sprengju í vinnslunni hjá sér samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 16.9.2011 20:30 Mikið um árekstra í rigningunni Í dag og í gær hafa starfsmenn Áreksturs.is aðstoðað ökumenn , við að fylla út tjónaform, í meira en 50 árekstrum, sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu. 16.9.2011 19:46 Sextíu manns í vinnu við skriðjöklagöngur Gönguferðir á skriðjökla með ferðmenn hafa stóraukist á síðustu árum. Kallað er eftir því að reglur verði settar til að tryggja öryggi. Um sextíu manns höfðu atvinnu af því í sumar að ganga með ferðamenn um íslenska skriðjökla og um fimmtán manns hafa orðið lifibrauð af skriðjöklum árið um kring, en þetta einn helsti vaxtarsprotinn í íslenskri ferðaþjónustu. 16.9.2011 19:30 Sátt náðst um stjórnarráðsfrumvarpið - deilt um sigra og ósigra Sátt hefur náðst um stjórnarráðsfrumvarpið eftir samningaviðræður á milli flokka í allan dag. Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra hafa beðið ósigur. 16.9.2011 19:00 Flugfreyjur samþykktu verkfall Flugfreyjur samþykktu verkfallsboðun í dag samkvæmt fréttastofu RÚV. Þar kemur fram að 227 sögðu já en nei sögðu fimmtán. 16.9.2011 18:17 Helmingur bifhjóla í ólagi Ástand bifhjóla virðist misgott ef marka má niðurstöður skyndiskoðunar sem lögreglan, í samvinnu við Umferðarstofu og skoðunarstöðvar, stóð fyrir í vikunni. 16.9.2011 18:19 Hátt í 1700 leituðu á Vog Alls fengu 1.676 manns innlagnarmeðferð hjá Sjúkrahúsinu Vogi á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Skjólstæðingum sem þiggja innlagnarmeðferð hefur fækkað lítillega frá árinu 2007 en þá voru þeir 1800. Áætlað er að mun fleiri, eða 4000, sæki meðferð á dag- og göngudeild. 16.9.2011 16:58 Hitti Ben Stiller: Þetta var bara geðveikt "Þetta var mjög skemmtilegt og bara "made my day“ og alla mína daga núna,“ segir Dagný Ósk Hermannsdóttir, heimavinnandi húsmóðir á Stykkishólmi, sem hitti á stórleikarann Ben Stiller fyrr í dag. 16.9.2011 16:19 Thorning komin með stjórnarmyndunarumboð Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunarviðræðan frá Margréti Danadrottningu. 16.9.2011 16:09 Enn allt á huldu um milljónamæringinn Hinn heppni íslenski Víkingalottóspilari sem vann 50 milljónir á miðvikudaginn hefur enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Þegar dregið var á miðvikudagskvöldið reyndust þrír heppnir spilarar vera með allar tölur réttar. Auk Íslendingsins var einn frá Noregi og einn frá Finnlandi. Íslendingurinn stálheppni keypti sér einnar raða miða í Jolla í Hafnarfirði og kostaði miðinn aðeins 50 krónur. 16.9.2011 15:50 Sóttu veikan mann frá Vestmannaeyjum Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir klukkan eitt í dag beiðni, í gegnum Neyðarlínuna, frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna manns sem slasaðist alvarlega í bænum. Vegna þoku er ekki hægt að lenda flugvél í Eyjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 12:57 og lenti í Vestmannaeyjum rétt fyrir klukkan tvö. Flogið var með mannin rakleiðis á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fékk aðhlynningu. 16.9.2011 15:01 Ben Stiller kominn til Stykkishólms Stórstjarnan Ben Stiller er nú kominn í Stykkishólm en hann birti fyrir stundu færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis. Í morgun var hann á staddur á Austurlandi og ferðast hann því hratt á milli staða. 16.9.2011 14:58 Breytingar líklegast gerðar á stjórnarráðsfrumvarpinu Líklegt er að gerðar verði breytingar á frumvarpinu um stjórnarráðið þannig að forsætisráðherra mun ekki einn og sér geta stjórnað því hvaða ráðuneyti eru starfandi hverju sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að vinna að nýrri útfærslu á þessu ákvæði þannig að forsætisráðherra mun þurfa að bera tillögu um ráðherraskipan undir Alþingi með þingsályktunartillögu. Þingfundur hófst að nýju klukkan um klukkan korter í þrjú en hann hefur tafist mikið í dag vegna ágreinings um þau málefni sem þarf að ljúka á þessu þingi. 16.9.2011 14:52 Tveir Ítalir fara yfir Friðarsúluna Tveir menn frá ítalska fyrirtækinu Space Cannon eru staddir hér á landi vegna viðhalds á Friðarsúlunni í Viðey. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu þúsund krónur vegna dvalar þeirra hér á landi. 16.9.2011 14:39 Ráðherralistinn ekki tilbúinn um helgina Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna í Danmörku, segir að hún verði ekki tilbúin með ráðherralista áður en helgin er á enda. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands Posten. 16.9.2011 14:08 Hjúkrunarheimili byggð í Reykjanesbæ og á Ísafirði Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að heimila velferðarráðherra og fjármálaráðherra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis og við Ísafjarðarkaupstað um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis. Framkvæmdir verða fjármagnaðar með svokallaðri leiguleið. 16.9.2011 14:05 Jóhanna fundar með forystumönnum stjórnarandstöðunnar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sitja nú og ráða ráðum sínum um það hvernig hægt verður að ná samkomulagi um stjórnarráðsfrumvarpið svokallaða. 16.9.2011 13:18 Tveir undir áhrifum Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í nótt. Þeir voru stöðvaðir í miðborginni og Árbæ. Um var að ræða konu á þrítugsaldri og 18 ára pilt en hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. 16.9.2011 12:43 Um 20% myndu kjósa Besta flokkinn í alþingiskosningum Rúm 20% segja það koma til greina að kjósa Besta flokkinn í næstu alþingiskosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. 16.9.2011 12:20 Össur: Íslendingar eiga fullt af öðrum vinum Utanríkisráðherra segist vera hundfúll yfir aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn Íslandi vegna hvalveiða. Rök Bandaríkjaforseta í málinu séu þjóðinni ekki boðleg. Hann segir þó Íslendinga eiga fullt af öðrum vinaþjóðum. 16.9.2011 12:06 Sjá næstu 50 fréttir
Októberfest sett í Munchen Borgarstjórinn í Munchen opnaði fyrsta bjórkútinn og setti þar með 178. Októberfest-hátíðina í morgun. Búist er við því að yfir 6 milljón gestir frá öllum heimshornum ferðist til Þýskalands til að taka þátt í gleðinni sem stendur næstu 17 daga. 17.9.2011 14:20
Jóhanna segir sigurinn sinn Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir sáttina um stjórnarráðsfrumvarpið hvorki vera sigur fyrir stjórnarandstöðuna né ósigur fyrir sjálfa sig. Ferill málsins sé þó til marks um að leggja eigi septemberþingið af. 17.9.2011 14:00
Heimild til að framlengja gjaldeyrishöft lögfest Frumvarp til laga um að Seðlabanki Íslands fái heimild til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013 var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 30 atkvæðum gegn 13. 17.9.2011 13:36
Össur mun styðja umsókn Palestínu Össur Skarphéðinsson mun fyrir Íslands hönd styðja umsókn Palestínu um viðurkenningu um að landið sé sjálfstætt ríki. Þessu lýsti Össur yfir í ferð sinni til Gazasvæðisins síðastliðið sumar og aðstoðarmaður hans, Kristján Guy Burgess, staðfesti við fréttastofu. 17.9.2011 13:24
Loftárásir Nató á Sirte í nótt Talsmaður Muammar Gaddafi segir loftárásir Nató á Sirte í nótt hafa drepið 354 manns. Lofárásirnar lentu á íbúðarhúsi og hóteli. Þetta fullyrti hann í viðtali við Reuters, en fullyrðingar hans hafa ekki verið staðfestar, enda hefur verið lokað á mest öll samskipti frá bænum síðan Tripoli féll. 17.9.2011 12:15
Neyddir til að lenda vegna veikinda farþega Flugvél Iceland Express á leið frá New York til Keflavíkur var í nótt neydd til að lenda í Goose Bay í Kanada vegna veikinda farþega. Líkur benda til þess að um mjög alvarlegt flogakast hafi verið að ræða. 17.9.2011 12:01
Uppreisnarmenn ráðast inn í Sirte Uppreisnarmenn í Líbíu réðust inn í fæðingarbæ Gaddafí, Sirte, í morgun. Alla vega 100 bílar sáust keyra inn í bæinn, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafí. Uppreisnarmenn reyna nú að leggja hann undir sig. 17.9.2011 11:36
Fjölskyldudagur Strætó í dag Fjölskyldudagur Strætó er haldinn í dag. Markmið viðburðarins er að kynna starfsemi Strætó, en hann er hluti af Evrópskri samgönguviku sem nú stendur yfir. Fjölbreytt dagskrá verður við höfuðstöðvar Strætó bs. að Hesthálsi 14 milli klukkan 13:00-16:00. 17.9.2011 11:16
Þrír látnir eftir flugsýningu Þrír létust og tugir slösuðust þegar flugvél á flugsýningu í Nevada hlekktist á í lofti og hrapaði til jarðar á áhorfendur. Formælendur sýningarinnar telja að vél flugvélarinnar, sem var af gerðinni Mustang, hafi bilað. Flugvélin hafi þó haft öll tilskilin leyfi og staðist allar skoðanir athugasemdalaust. Þá var flugmaðurinn, Jimmy Leeward, einn sá þekktasti og reyndasti á sínu sviði. 17.9.2011 10:24
Pétur Blöndal: Gjaldeyrishöftin eins og ópíum Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti gjaldeyrishöftunum við ópíum á þingfundi í dag. Hann lýsir sig andstæðan frumvarpi ríkisstjórnarinnar um framlengingu gjaldeyrishaftanna. 17.9.2011 10:17
Flugfreyjur skrifa undir kjarasamning Nýr kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Samningafundur hafði þá staðið frá því klukkan tíu í gærmorgun samkvæmt vef Morgunblaðsins. 17.9.2011 10:28
Nóttin róleg hjá lögreglu Nóttin var róleg hjá lögreglunni á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu gistu þrír menn fangageymslur lögreglunnar. Dælubílar slökkviliðsins voru ekki kallaðir út, en sjúkraflutningamenn fóru hins vegar í um þrjátíu útköll. 17.9.2011 09:58
Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. 17.9.2011 08:00
Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. 17.9.2011 07:30
Vilja vísa tillögu um staðgöngumæðrun frá Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. 17.9.2011 07:30
Gefið eftir í stóru málunum Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. 17.9.2011 07:00
Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. 17.9.2011 06:30
Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17.9.2011 06:00
Kaupin breyta verðmati á ósnortnu víðerni Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 17.9.2011 05:30
Eineltisfé verður deilt á alla skólana Reykjavíkurborg er hætt í samstarfi við Olweus um eineltisáætlanir í grunnskólum. Sigrún Björnsdóttir hjá menntasviði Reykjavíkur segir að undanfarin ár hafi verkefnastjóri Olweus-áætlunarinnar á Íslandi fengið fasta 2,5 milljóna króna greiðslu fyrir að veita 21 grunnskóla í Reykjavík stuðning. Skólarnir hafi unnið gegn einelti í samræmi við áætlunina. 17.9.2011 04:00
Pólitísk skylda segir Ingibjörg Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. 17.9.2011 03:00
Rússum spáð kosningasigri „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. 17.9.2011 01:00
Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. 17.9.2011 00:00
Flutti sömu ræðuna tvisvar - þingmenn endurtóku frammíköllin „Við sátum þarna og hlustuðum á Jón Gunnarsson þegar ég uppgötvaði skyndilega að ég hafði heyrt þessa ræðu áður,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann segist hafa hlustað á Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, flytja sömu ræðuna tvisvar í umræðum um Stjórnarráð Íslands. 16.9.2011 22:04
Forseta Hells Angels á Íslandi vísað frá Noregi "Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag,“ sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. 16.9.2011 21:00
Fundu fallbyssukúlu í Malbikunarstöð og tóku röntgenmynd af henni Starfsmenn Malbikunarstöðvarinn Höfða brugðust hárrétt við í gær við þegar þeir fundu ósprungna sprengju í vinnslunni hjá sér samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 16.9.2011 20:30
Mikið um árekstra í rigningunni Í dag og í gær hafa starfsmenn Áreksturs.is aðstoðað ökumenn , við að fylla út tjónaform, í meira en 50 árekstrum, sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu. 16.9.2011 19:46
Sextíu manns í vinnu við skriðjöklagöngur Gönguferðir á skriðjökla með ferðmenn hafa stóraukist á síðustu árum. Kallað er eftir því að reglur verði settar til að tryggja öryggi. Um sextíu manns höfðu atvinnu af því í sumar að ganga með ferðamenn um íslenska skriðjökla og um fimmtán manns hafa orðið lifibrauð af skriðjöklum árið um kring, en þetta einn helsti vaxtarsprotinn í íslenskri ferðaþjónustu. 16.9.2011 19:30
Sátt náðst um stjórnarráðsfrumvarpið - deilt um sigra og ósigra Sátt hefur náðst um stjórnarráðsfrumvarpið eftir samningaviðræður á milli flokka í allan dag. Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra hafa beðið ósigur. 16.9.2011 19:00
Flugfreyjur samþykktu verkfall Flugfreyjur samþykktu verkfallsboðun í dag samkvæmt fréttastofu RÚV. Þar kemur fram að 227 sögðu já en nei sögðu fimmtán. 16.9.2011 18:17
Helmingur bifhjóla í ólagi Ástand bifhjóla virðist misgott ef marka má niðurstöður skyndiskoðunar sem lögreglan, í samvinnu við Umferðarstofu og skoðunarstöðvar, stóð fyrir í vikunni. 16.9.2011 18:19
Hátt í 1700 leituðu á Vog Alls fengu 1.676 manns innlagnarmeðferð hjá Sjúkrahúsinu Vogi á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Skjólstæðingum sem þiggja innlagnarmeðferð hefur fækkað lítillega frá árinu 2007 en þá voru þeir 1800. Áætlað er að mun fleiri, eða 4000, sæki meðferð á dag- og göngudeild. 16.9.2011 16:58
Hitti Ben Stiller: Þetta var bara geðveikt "Þetta var mjög skemmtilegt og bara "made my day“ og alla mína daga núna,“ segir Dagný Ósk Hermannsdóttir, heimavinnandi húsmóðir á Stykkishólmi, sem hitti á stórleikarann Ben Stiller fyrr í dag. 16.9.2011 16:19
Thorning komin með stjórnarmyndunarumboð Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunarviðræðan frá Margréti Danadrottningu. 16.9.2011 16:09
Enn allt á huldu um milljónamæringinn Hinn heppni íslenski Víkingalottóspilari sem vann 50 milljónir á miðvikudaginn hefur enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Þegar dregið var á miðvikudagskvöldið reyndust þrír heppnir spilarar vera með allar tölur réttar. Auk Íslendingsins var einn frá Noregi og einn frá Finnlandi. Íslendingurinn stálheppni keypti sér einnar raða miða í Jolla í Hafnarfirði og kostaði miðinn aðeins 50 krónur. 16.9.2011 15:50
Sóttu veikan mann frá Vestmannaeyjum Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir klukkan eitt í dag beiðni, í gegnum Neyðarlínuna, frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna manns sem slasaðist alvarlega í bænum. Vegna þoku er ekki hægt að lenda flugvél í Eyjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 12:57 og lenti í Vestmannaeyjum rétt fyrir klukkan tvö. Flogið var með mannin rakleiðis á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fékk aðhlynningu. 16.9.2011 15:01
Ben Stiller kominn til Stykkishólms Stórstjarnan Ben Stiller er nú kominn í Stykkishólm en hann birti fyrir stundu færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis. Í morgun var hann á staddur á Austurlandi og ferðast hann því hratt á milli staða. 16.9.2011 14:58
Breytingar líklegast gerðar á stjórnarráðsfrumvarpinu Líklegt er að gerðar verði breytingar á frumvarpinu um stjórnarráðið þannig að forsætisráðherra mun ekki einn og sér geta stjórnað því hvaða ráðuneyti eru starfandi hverju sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að vinna að nýrri útfærslu á þessu ákvæði þannig að forsætisráðherra mun þurfa að bera tillögu um ráðherraskipan undir Alþingi með þingsályktunartillögu. Þingfundur hófst að nýju klukkan um klukkan korter í þrjú en hann hefur tafist mikið í dag vegna ágreinings um þau málefni sem þarf að ljúka á þessu þingi. 16.9.2011 14:52
Tveir Ítalir fara yfir Friðarsúluna Tveir menn frá ítalska fyrirtækinu Space Cannon eru staddir hér á landi vegna viðhalds á Friðarsúlunni í Viðey. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu þúsund krónur vegna dvalar þeirra hér á landi. 16.9.2011 14:39
Ráðherralistinn ekki tilbúinn um helgina Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna í Danmörku, segir að hún verði ekki tilbúin með ráðherralista áður en helgin er á enda. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands Posten. 16.9.2011 14:08
Hjúkrunarheimili byggð í Reykjanesbæ og á Ísafirði Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að heimila velferðarráðherra og fjármálaráðherra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis og við Ísafjarðarkaupstað um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis. Framkvæmdir verða fjármagnaðar með svokallaðri leiguleið. 16.9.2011 14:05
Jóhanna fundar með forystumönnum stjórnarandstöðunnar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sitja nú og ráða ráðum sínum um það hvernig hægt verður að ná samkomulagi um stjórnarráðsfrumvarpið svokallaða. 16.9.2011 13:18
Tveir undir áhrifum Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í nótt. Þeir voru stöðvaðir í miðborginni og Árbæ. Um var að ræða konu á þrítugsaldri og 18 ára pilt en hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. 16.9.2011 12:43
Um 20% myndu kjósa Besta flokkinn í alþingiskosningum Rúm 20% segja það koma til greina að kjósa Besta flokkinn í næstu alþingiskosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. 16.9.2011 12:20
Össur: Íslendingar eiga fullt af öðrum vinum Utanríkisráðherra segist vera hundfúll yfir aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn Íslandi vegna hvalveiða. Rök Bandaríkjaforseta í málinu séu þjóðinni ekki boðleg. Hann segir þó Íslendinga eiga fullt af öðrum vinaþjóðum. 16.9.2011 12:06