Innlent

Vígslubiskup í Skálholti vígður í dag

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi en vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju í dag. 

Kristján hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígður til prests árið 1974. Hann þjónar nú sem sóknarprestur á Þingvöllum og er verkefnisstjóri helgisiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×