Fleiri fréttir

Nýtt skátamerki

Þegar talað er um skáta hugsa flestir líklega um útilegur, að hnýta hnúta, læra hjálp í viðlögum og hjálpa gömlum konum yfir götur.

Eineltisrapp tilkynnt til lögreglunnar - fórnarlambið í stofufangelsi

„Systir mín kærði þetta í dag,“ segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum.

Borgin ver 100 milljónum í markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna

Borgarráð ákvað einróma á fundi sínum í morgun að verja 100 milljónum króna til sameiginlegs markaðsátaks í ferðaþjónustu með helstu hagsmunaaðilum í greininni. Þetta er gert vegna þeirrar alvarlegu stöðu vegna gossins í Eyjafjallajökli, sem komin er upp hjá íslenskri ferðaþjónustu og hjá fjölmörgum fyrirtækjum í Reykjavík sem treysta á viðskipti erlendra ferðamanna.

Vísar verðbólgumælingum Hagstofunnar á bug

Samband garðyrkjubænda vísar því á bug að íslenskt grænmeti hafi hækkað um 12% frá því í mars, eins og fram kemur í verðbólgumælingum Hagstofunnar og Greining Íslandsbanka vísar í.

„Konur eru ekki óþekkar á sunnudögum“

Fjölmörg kvennasamtök standa að kvennafrídeginum, 24. október 2010. Þá verða liðin 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum. Þá gengu konur úr vinnu og héldu einn stærsta fjöldafund sem haldinn hefur verið hérlendis í Reykjavík. Hugmyndin er að kvennafríið nú verði með öðru sniði, segir Guðrún Jónsdóttir ein talskvenna framtaksins.

Dældu gasi í jarðgöng Palestínumanna

Fjórir Palestínumenn létu lífið í gær þegar egypskir hermenn dældu gasi ofan í jarðgöng sem liggja frá Gaza ströndinni yfir til Egyptalands að sögn Hamas samtakanna.

Gagnrýndu agaleysi í ríkisfjármálum

Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að veita aukalega 500 milljónum króna til atvinnusköpunar án þess að fyrir liggi samþykki Alþingis. Í stað aðhalds sýni ríkisstjórnin agaleysi í ríkisfjármálum.

Samstarf við VG fyrsti kostur

Valdimar Svavarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, segir að Hafnfirðingar vilji gefa Samfylkingunni frí frá stjórn bæjarfélagsins. Meirihlutasamstarf með Vinstri grænum sé fyrsti kostur verði niðurstöður kosninganna í næsta mánuði í samræmi við skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í dag.

Vill viðbragðsáætlun vegna efnahagsáfalla

Mikilvægt er að unnin sé viðbragðsáætlun til að bregðast við því ef efnahagsáföll verða, sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

Samþykkt að stofna Íslandsstofu

Alþingi samþykkti í dag að setja á fót nýja stofnun, Íslandsstofu, sem mun taka til starfa í stað Útflutningsráðs.

Oddviti VG: Könnunin gefur okkur byr í seglin

„Þetta er náttúrulega ekki fast í hendi en þetta yrði mjög gleðileg niðurstaða og við kæmumst í lykilstöðu. Þessi könnun gefur okkur byr í seglin,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði, um skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu

Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis var birt. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins.

Sígarettupakkar verði án vörumerkja

Ríkisstjórn Ástralíu hefur samþykkt frumvarp sem neyðir tóbaksframleiðendur til að gjörbreyta umbúðum á sígarettupökkum sem seldir verða í landinu frá og með 2012. Pakkarnir eiga að vera lausir við vörumerki fyrirtækjanna en nafn þeirra skal ritað á þá með smáu letri. Þess í stað verður aðvörun við skaðsemi reykinga í forgrunni.

Ummæli Browns skyggja á kappræðurnar

Bresku þingkosningarnar fara fram á fimmtudaginn eftir viku og í kvöld munu leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka landsins takast á í þriðju og síðustu sjónvarpkappræðunum. Fyrstu tvær kappræðurnar vöktu mikla athygli en nú virðist sem að ummæli Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands og formanns Verkmannaflokksins, muni skyggja á umræðurnar í kvöld því um fátt annað er talað í breskum fjölmiðlum.

Stakk 28 leikskólabörn

Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í nótt að íslenskum tíma og stakk 28 börn og þrjá starfsmenn. Þetta er í þriðja sinn á rúmum mánuði þar sem ráðist er á leikskólabörn með þessum hætti.

Þjófar handteknir

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu handtóku í nótt tvo unga menn sem voru að brjótast inn í bíl við Langholtsveg í Reykjavík. Við leit í bíl þeirra fannst ýmislegt góss, sem reyndist vera úr innbroti í þrjá bíla á bílasölu við Bíldshöfða fyrr um nóttina. Þar höfðu þjófarnir brotið rúður í bílunum, rifið úr þeim útvörp og hljómtæki, og stolið fleiri verðmætum.

Alexander McQueen innbyrti eiturlyf fyrir sjálfsmorðið

Breski tískuhönnuðurinn Alexander McQueen framdi sjálfsmorð eftir að hafa innbyrt mikið magn eiturlyfja. Þetta hefur rannsókn dánarstjóra í London leitt í ljós. McQueen sem var bugaður af sorg og undir miklu álagi í vinnunni fannst látinn á heimili sínu í London í febrúar. Í líkama hans fundust meðal annars kókaín, svefnlyf og róandi lyf.

Allt flug með eðlilegum hætti

Allir alþjóðaflugvellir á landinu hafa verið opnir síðan í gærkvöldi og millilandaflugið fer nú um Keflavíkurflugvöll. Allt bendir til að innanlandsflug verði samkvæmt áætlun í dag eftir tveggja daga röskun. Fyrstu innanlandsvélarnar fóru frá Reykjavík í gærkvöldi til Akureyrar og Egilsstaða.

Fimm sinnum meiri olía lekur

Bandaríska strandgæslan segir að olíulekinn á Mexíkóflóa sé fimm sinnum meiri en talið var í fyrstu. Hingað til hefur verið talið að um 160 þúsund lítrar af olíu hafi lekið í hafið á degi hverjum en hið rétta er að um rúmlega 750 lítrar af olíu koma úr borholunni.

Mótmælendur handteknir í Bangkok

Tugir mótmælenda hafa verið handteknir í Bangkok, höfuðborg Tælands, eftir að hörð átök brutust út í gær milli hermanna og mótmælenda sem kalla sig rauðu skyrturnar. Hermaður lést í átökunum og á þriðja tug særðust. Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur.

Ökumaður bifhjóls fluttur á sjúkrahús

Ökumaður bifhjóls slasaðist en þó ekki alvarlega þegar bíl var ekið í veg fyrir hann á mótum Kársnesbrautar og Norðurvarar í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild þar sem hann kenndi eymsla í mjöðm og baki, en ökumann bílsins sakaði ekki.

Neyðarblys sást á lofti

Rautt neyðarblys sást á lofti að því er virtist yfir Sundunum norðvestur af Reykjavík um miðnætti. Við nánari athugun Landhelgisgæslu, Tilkynningaskyldu og lögreglu kom í ljós að blysinu hefur verið skotið á loft af landi, einhversstaðar í grennd við Reykjavíkurhöfn. Gerandinn fannst ekki en þung viðurlög liggja við því að skjóta upp neyðarblysum að tilefnislausu.

Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði

Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.

Þóra Kristín dregur sig í hlé

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur dregið sig í hlé og sækist ekki eftir endurkjöri á á aðalfundi í kvöld. Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, er því einn í kjöri. Hann bauð sig fram gegn Þóru Kristínu eftir harðar deilur hennar við Hjálmar um verkaskiptingu formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra. Ágreiningur var einnig innan stjórnar félagsins um þau mál og fylgdi minnihluti stjórnar Hjálmari að málum.

Meðferð lánamála flýtt í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur ákveðið að flýta meðferð tveggja mála er varða lögmæti myntkörfulána. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lánin séu ólögleg, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í öðru málanna, þýðir það ekki að hagur allra neytenda vænkist eða að allri óvissu um lánin sé þar með eytt.

Hótaði nauðgunum

Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki.

Hækka framlög til flokkanna

Hámarksframlög til stjórnmálaflokka hækka um þriðjung, verði fyrirliggjandi frumvarp formanna stærstu flokkanna samþykkt.

Íslendingar virða ekki lög og reglur

„Ég held að hér sé landlægt virðingarleysi gangvart lögum og reglum,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda að siðfræðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Kjörstjórn taldi prófkjörsslag hóflegan

Kjörstjórn Samfylkingar í Reykjavík taldi ekki að frambjóðendur hefðu verið óhóflegir í prófkjörsbaráttunni árið 2006, í prófkjöri fyrir alþingiskosningar 2007. Prófkjörsreglur hefðu ekki verið brotnar.

Plægja þarf hundrað hektara túns

Tæpir sextíu hektarar túns á Önundarhorni, sem lentu undir aurflóðinu af völdum gossins í Eyjafjallajökli á dögunum, eru ónýtir. Plægja þarf þá upp aftur, að sögn Sigurðar Þórs Þórhallssonar bónda á jörðinni. Hinn hluti túnsins, á fimmta tug hektara, liggur undir ösku. Sigurður telur að þann hluta þurfi einnig að plægja og sá í til að losna við öskuryk sem ella myndi þyrlast upp og setjast í heyið í sumar. Hann telur að einhver heyfengur fáist af túnunum, en ljóst sé að hann verði að kaupa hey til viðbótar.

Missti tíu milljóna réttindi fyrir mistök

Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, nýtur allt að tíu milljóna króna minni lífeyrisréttinda en lagt var upp með þegar hann var ráðinn til sveitarfélagsins fyrir átta árum.

Hvetur Grikki til bjartsýni

„Kreppa er tækifæri,“ sagði George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og reynir að hvetja til bjartsýni þrátt fyrir verðfall á hlutabréfamörkuðum og vantrú matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á fjárhagsstöðu gríska ríkisins.

Vill lækka skatta á neyslugranna bíla

Kristján L. Möller samgönguráðherra vill breyta skattlagningu eignarhalds og notkunar neyslugrannra bíla svo þeir verði fýsilegri kostur en nú er.

Herinn skaut á mótmælendur

Taíland, AP Til átaka kom milli hers og mótmælenda rétt fyrir utan Bangkok í gær. Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur. Að minnsta kosti átján manns særðust og einn hermaður lést, varð að því er virðist fyrir skoti úr byssu félaga síns.

Smíða 1100 hestafla bíl

„Þetta er tæki með 1100 hestafla vél – alvöru kvartmílubíll,“ segir Rúdólf Jóhannsson, sem hefur ásamt syni sínum smíðað kvartmílubíl frá grunni.

Leiðtogar Evrópu hittast á neyðarfundi vegna Grikklands

Í ljósi þess að Grikkland rambar á barmi gjaldþrots ákváðu leiðtogar þeirra sextán ríkja sem notast við evruna í dag að boða til neyðarfundar. Á fundinum ætla menn að reyna að koma í veg fyrir að vandræði Grikkja smiti út frá sér en krísan sem nú er uppi er sú versta sem evran hefur gengið í gegnum á ellefu ára ferli sínum.

Gildi: Krafan um að stjórnin víki kolfelld

Ársfundi Gildi lífeyrissjóðs lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þar var borin upp krafa þess efnis að stjórn og stjónendur sjóðsins víki en fundurinn kolfelldi tillöguna. Fullt var út úr dyrum og mikill hiti í fundargestum.

Kannabisræktun í Breiðholti og Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrrakvöld kannabisræktun í Breiðholti og í Kópavogi. Á hvorum stað fyrir sig var einn maður handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Mótorhjól og fólksbíll skullu saman í Kópavogi

Ökumaður mótorhjóls var fluttur á slysadeild í kvöld eftir að hjólið lenti í árekstri við fólksbíl á gatnamótum Kársnesbrautar og Norðurvarar. Slysið varð um klukkan tuttugu mínútur yfir níu. Óljóst er um meiðsl mótorhjólamannsins en að sögn vegfaranda leit ekki út fyrir að hann hefði slasast alvarlega.

Sjá næstu 50 fréttir