Innlent

Valgerður Sveinsdóttir leysir Guðrúnu Valdimarsdóttur af hólmi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valgerður Sveinsdóttir er í öðru sæti.
Valgerður Sveinsdóttir er í öðru sæti.
Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur mun skipa annað sæti lista framsóknarmanna í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar og færist upp um eitt sæti. Guðrún Valdimarsdóttir vék sæti af lista í fyrradag eftir að hún greindi frá því að minnst væri á fyrirtæki eiginmanns hennar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Þuríður Bernódusdóttir færist úr 11. sæti í það þriðja. Þuríður er 55 ára þjónustufulltrúi hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð borgarinnar fyrir Grafarvog og Kjalarnes. Hún var varaþingmaður Framsóknarflokksins fyrir Suðurlandskjördæmi á árunum 1991 til 1995.

Bryndís Guðmundsdóttir bókari kemur ný inn á listann og mun skipa 11. sætið. Bryndís situr í stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur og Landssambands framsóknarkvenna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×