Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu 29. apríl 2010 10:39 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp sem kvöldfréttastjóri vegna ágreinings um fréttaflutning af rannsóknarskýrslunni í Morgunblaðinu. Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati." Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati."
Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira