Innlent

Matarkarfan hækkað um 66 prósent á fjórum árum

Matvöruverð fer síhækkandi og er orðinn þungur þáttur í heimilisútgjöldum almennings.
Matvöruverð fer síhækkandi og er orðinn þungur þáttur í heimilisútgjöldum almennings.

Matarkarfan hefur hækkað um 66 prósent frá árinu 2006 samkvæmt könnun SFR og birtist í nýjasta hefti tímarits stéttafélagsins sem er komið út.

Þá segir ennfremur að matarkarfan hafi hækkað um rúm 34 prósent frá því í október 2008.

„Það er gríðarleg hækkun á aðeins 18 mánaða tímabili en á sama tíma (október 2008 til mars 2010) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,6%," segir svo í greininni. Við þetta bætist að kaupmáttur launa hefur rýrnað um 8,3 prósent frá október 2008. Það er því ljóst, að mati SFR, að matarkaup eru almennt orðin hlutfallslega stærri og þyngri hluti heimilisútgjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×