Innlent

Vill viðbragðsáætlun vegna efnahagsáfalla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson vill að unnin verði viðbragðsáætlun vegna efnahagsáfalla. Mynd/ GVA.
Gunnar Bragi Sveinsson vill að unnin verði viðbragðsáætlun vegna efnahagsáfalla. Mynd/ GVA.
Mikilvægt er að unnin sé viðbragðsáætlun til að bregðast við því ef efnahagsáföll verða, sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

Hann tók undir orð Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að Íslendingar þyrftu að huga vel að því sem væri að gerast í löndum Evrópu sem eiga í vanda. Þar vísaði Tryggvi Þór í Grikkland, Portúgal og Spán sem glíma við gríðarlegan fjárhagsvanda.

Gunnar Bragi sagði að mikið hafi verið rætt um það að það hafi verið skortur á viðbragðsáætlun þegar íslenska bankahrunið átti sér stað haustið 2008. „Kannast þingheimur við að verið sé að vinna slíka viðbragðsáætlun í dag," spurði Gunnar Bragi. Hann bætti því við að sjálfur teldi hann að ekki væri verið að vinna slíka áætlun.

„Ég er ekki að segja að hér verði annað bankahrun eða slíkt en við verðum að vera reiðubúin í slíkan bát ef að því kemur," segir Gunnar Bragi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×