Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði fólk úr dómssal með valdi Til átaka kom í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan ellefu í morgun þegar lögregla fjarlægði tvo einstaklinga sem voru að fylgjast með fyrirtöku i máli níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs. 30.4.2010 11:52 Kveikti í sér eftir að hafa sært fimm börn Karlmaður réðst inn í leikskóla í Kína í nótt vopnaður hamri og særði fimm börn áður en hann framdi sjálfsmorð. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum dögum þar sem ráðist er á kínversk leikskólabörn. 30.4.2010 11:36 Viðbúnaður vegna dómsmáls gegn mótmælendum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar tekin var fyrir ákæra gegn níu einstaklingum, sem eru ákærðir eru vegna mótmæla á þingpöllum í Búsáhaldabyltingunni. 30.4.2010 11:29 Ógnaði ungum dreng með hnífi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ógnað tveimur ungum drengjum með hnífi á Selfossi í júní í fyrra. 30.4.2010 10:43 Kristín Steinsdóttir nýr formaður Rithöfundasambandsins Kristín Steinsdóttir var kjörin nýr formaður Rithöfundasambands Íslands á aðalfundi sambandsins í gær. Hún tekur við sem formaður af Pétri Gunnarssyni. 30.4.2010 10:35 Tíu sveitarfélög til sérstakrar skoðunar vegna fjárhagsvanda Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. 30.4.2010 10:02 Björgólfur Thor: Skil reiði almennings „Ég skil réttláta reiði almennings gagnvart þeim sem voru þátttakendur í þeirri atburðarás sem leiddi til hrunsins. Það mun taka mig mörg ár að byggja upp mannorð mitt á Íslandi á nýjan leik ef það tekst á annað borð, en ég er staðráðinn í að gera mitt besta til þess. Ég geri hins vegar ráð fyrir að grundvallarreglum réttarríkisins verði framfylgt í meðferð þeirra mála sem tengjast hruninu, sem og við afgreiðslu mála almennt hjá Alþingi og ríkisvaldi,“ segir athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson í bréfi sem hann sendi iðnaðarnefnd fyrr í mánuðinum í tengslum við gagnaver Verne Holding á Suðurnesjum. 30.4.2010 09:36 Engin merki um að gosi sé að ljúka Vatnsrennsli undan Gígjökli í Eyjafjallajökli jókst nokkuð undir morgun og er að berast út í Markarfljót. Þetta er þó ekki neitt stórhlaup og tala vísindamenn frekar um gusu. Annars hélt gosið ámóta krafti í nótt og verið hefur síðasta sólarhringinn. Engin merki er um að gosinu sé að ljúka. 30.4.2010 08:34 Bensínverð hækkar Olíufélögin Olís, Skeljungur og N-1 hækkuðu öll bensínverð i gær og er það nú komið upp í tæpar 213 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu en 218 krónur með fullri þjónustu. Félögin hækkuðu verðið nær alveg jafn mikið og sömuleiðis dísilolíuna. 30.4.2010 08:26 Olían komin að landi Bandaríska strandgæslan telur að olíuflekkurinn úr borholunni á Mexíkóflóa hafi borist að ströndum Bandaríkjanna í nótt. Það hefur ekki fengist staðfest. 30.4.2010 08:15 Skildi börn eftir í ruslafötu Bandarískur karlmaður var í gær dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa rænt og skilið tvö eftir í ruslafötu í Dayton í Ohio á heitum júlídegi í fyrra. Hann kom 8 mánaða dreng og tveggja ára stúlku fyrir í ruslafötu eftir að hafa deilt við móður þeirra sem hafði slitið sambandi við hann. 30.4.2010 08:12 Sér ekkert athugavert við að taka sér barnabrúði Nígeríski þingmaðurinn sem tók sér nýverið barnabrúði segist ekki hafa brotið nein lög. Mannréttindasamtök, læknar og þingmenn í Nígeríu hafa mótmælt því að maðurinn, sem er fimmtugur, hafi fyrir nokkrum vikum kvænst 13 ára gamalli egypskri telpu. Þingkonur á nígeríska þinginu vilja að hann verði víttur. 30.4.2010 08:10 Konur mega þjóna í kafbátum Konur geta nú verið hluti áhafna um borð í kafbátum bandaríska flotans en hingað til hefur það verið óheimilt. Bandaríkjaþing gerði ekki athugasemdir við ákvörðun varnarmálaráðuneytisins og því hefur banninu verið aflétt. 30.4.2010 07:54 Heimild til að kaupa erlenda gjaldeyri lækkar Heimild til að kaupa erlenda gjaldeyri í reiðufé vegna ferðalaga til útlanda, lækkar í dag úr 500 þúsund krónum niður í 350 þúsund, samkvæmt nýjum reglum Seðlabankans. Einnig er gerð breyting á sérstökum undanþágum, til að taka af allan vafa um ólögmæti aflandsviðskipta. 30.4.2010 07:49 Á gjörgæslu eftir gasleka í Hellisheiðarvirkjun Fjölmennt lögreglu- og slökkvilið ásamt sjúkrabílum og læknum voru send að Hellisheiðarvirkjun í nótt, eftir að þaðan barst beiðni um bráðaaðstoð. Þar varð einhverskonar gasleki laust fyrir klukkan fjögur, með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn misstu meðvitund og féllu ofan af vinnupall, eða úr stiga, en sá þriðji komst út og kallaði á hjálp. 30.4.2010 06:59 Útför 46 sjóliða Opinber útför 46 suður-kóreska sjóliða sem fórust þegar herskip sprakk í tvennt og sökk í síðasta mánuði fór fram í gær. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn. Búið er að ná flaki þess upp á yfirborðið. Erlendir sérfræðingar eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi orðið sprenging innanborðs í skipinu. 30.4.2010 06:56 Bólusetja á við eyrnabólgu Draga mun verulega úr slæmri eyrnubólga barna, lungnabólgu, blóðsýkingu og heiluhimnubólgu af völdu pneumókokkabaktería þegar bólusetning í ungbörnum gegn bakteríunum hefst. Stefnt er á að það verði gert á næsta ári. 30.4.2010 06:00 Landsdómur er æðsti dómur Lög um Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sérhver sá sem dómstóll finnur sekan fyrir afbrot, skuli hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Svo segir í fyrstu málsgrein 2. greinar í sjöunda viðauka laganna. 30.4.2010 06:00 Hafa helst áhyggjur af Ischiu Ítalía, AP Næsta eldgos á Ítalíu gæti orðið á hinni friðsælu eyju Ischia, frekar en í hinu illræmda fjalli Vesúvíusi. Ekki er þó talin hætta á gosi alveg á næstunni. 30.4.2010 06:00 Víðtækar refsiheimildir vegna ráðherra Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 30.4.2010 06:00 Matur hækkar um 66 prósent Verðkönnun SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu sýnir að matarkarfa landsmanna hefur hækkað um 66 prósent á síðustu fjórum árum. Karfan hefur hækkað um 34 prósent frá því í byrjun október 2008. 30.4.2010 05:30 Notuðu garðklippur á fingur Þrír menn eru nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sakaðir um að hafa svipt mann frelsi sínu og klippt hann í fingurinn með garðklippum í því skyni að kúga af honum hálfa milljón króna. 30.4.2010 05:15 Þórólfur vill nýja Þjóðhagsstofnun 30.4.2010 04:30 Sýning ása í þrot og Eden mun opna á ný Rekstur ásatrúarsýningar í húsnæði Eden í Hveragerði er kominn í þrot og starfseminni var hætt fyrir nokkru. 30.4.2010 03:30 Magma horfir til Kerlingarfjalla Magma Energy á Íslandi hefur átt í óformlegum viðræðum við sveitarstjórn Hrunamannahrepps um rannsókn á virkjanakostum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, staðfestir að viðræður hafi átt sér stað. „Við erum einfaldlega að skoða hvar geta legið tækifæri til skynsamlegrar orkunýtingar í náinni framtíð,“ segir hann. 30.4.2010 03:00 Starfsemi lamast af völdum hestahósta Margar tamningastöðvar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossahóstans sem smitast enn út um landið. 30.4.2010 02:45 Minningin um eldgosið endist alla ævi Hópur erlendra sjálfboðaliða á vegum sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS hjálpaði til við að hreinsa ösku af túnum undir Eyjafjöllum. Sjálfboðaliðarnir segja það góða tilfinningu að geta hjálpað fólki. 30.4.2010 02:30 Kynjakvóti flækti endurröðun á lista Kynjakvóti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík flækti endurröðun eftir að Guðrún H. Valdimarsdóttir hagfræðingur, sem var í öðru sæti, sagði sig frá listanum á mánudag. Niðurstaðan varð að Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur færist upp um sæti og skipar annað sætið. Þuríður Bernódusdóttir færist úr 11. sæti í það þriðja en Bryndís Guðmundsdóttir bókari kemur ný inn og mun skipa 11. sætið. 30.4.2010 02:00 Olíuflekkurinn á stærð við Írland Olíuflekkurinn sem nú breiðir úr sér á Mexíkóflóa undan ströndum Bandaríkjanna gæti orðið að mesta olíulekaslysi sögunnar að því er sérfræðingar segja. Stærðin á slikjunni jafnast nú á við Írland en fimm sinnum meira af olíu hefur lekið upp úr borholunni á hafsbotni en áður var talið. Lekin varð þegar eldur kom að olíuborpalli BP olíufélagsins undan ströndum Louisiana ríkis. 29.4.2010 22:30 Gosið heldur sínu striki Kvikustreymi og gosmökkur hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa á Eyjafjallajökli og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki umað gosi sé að ljúka. Þetta kemur fram í daglegri skýrslu Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar háskólans. 29.4.2010 22:23 Hjálmar kjörinn formaður BÍ Hjálmar Jónsson var rétt í þessu kjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins. Miklar deilur voru í aðdraganda fundarins og dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrrverandi formaður framboð sitt til baka í morgun. Hjálmar var því sjálfkjörinn. 29.4.2010 22:00 Cameron þótti standa sig best í síðustu kappræðunum Síðustu sjónvarpskappræðum leiðtoganna í Bretlandi fyrir komandi kosningar lauk fyrirr stundu. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem leiðtogarnir mætast í kappræðum í beinni útsendingu og voru þrjár kappræður haldnar. Í kvöld var það David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna sem þótti standa sig best en þegar hafa tvær kannanir verið gerðar á meðal almennings um hver hafi staðið sig best. 29.4.2010 21:31 Stefnir í búrkubann í Belgíu Neðri deild belgíska þingsins samþykkti í dag lög sem banna konum að klæðast blæjum sem hylja allt andlitið á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum og á götum úti. 29.4.2010 21:10 Borgarstjóri telur „þjóðstjórn“ farsælasta stjórnarformið Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kallar eftir þjóðstjórn við stjórn borgarinnar. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stjórnmálin þurfi að breytast. Ég held að það sé kominn timi á það að einbeita sér að því sem sameinar menn en ekki það sem sundrar,“ segir Hanna Birna. 29.4.2010 20:00 BÍ: Tillaga um að fresta ársfundi var felld Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands hófst klukkan átta en mikil átök hafa verið í félaginu síðustu daga. Svavar Halldórsson stjórnarmaður lagði fram tillögu þess efnis að aðalfundinum yrði frestað um þrjár viku. Taldi hann að lögmæti fundarins væri laskað, meðal annars vegna þeirra deilna sem uppi hafa verið um ársreikninga félagsins en meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita reikningana fyrir ársfundinn. 29.4.2010 20:34 Jónína hætt í framsókn Jónína Benediktsdóttir hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hún skipaði 15. sæti listans í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á Facebook síðu sína skrifaði hún í dag: „Ég hef sagt mig úr Framsóknarflokknum. Treysti því ekki að spilltu öflin séu horfin úr flokknum. Ég verð því ekki á listanum.“ 29.4.2010 19:48 20 milljónir aukalega í skapandi sumarstörf Borgarráð samþykkti í dag tillögu Vinstri grænna um 20 milljónia króna aukafjárveitingu til skapandi sumarstarfa á vegum Hins hússins. 29.4.2010 20:30 Vill rannsóknarnefnd í Kópavog Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG í bæjarráði Kópavogs, hefur lagt fram tillögu þess efnis að bæjarráð komi á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd um efnahagshrunið eins og það snýr að bænum. 29.4.2010 19:17 Krummi tryggir sér sæti í Hörpunni Blásvört, þjófótt og grimmileg vera hefur tryggt sér sæti fyrst allra í tónlistarhúsinu Hörpunni við hafnarbakkann í Reykjavík. Og er að fjölga sér. Lóa Pind Aldísardóttir freistaði þess í dag að heilsa upp á snemmbúinn tónleikagest. 29.4.2010 19:10 Barði skónum í púltið að hætti Krushcevs Maður sem var til sjós alla sína starfsævi þrátt fyrir að fótur hans hafi verið hálfónýtur frá barnæsku segist afar vonsvikinn með að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi sólundað lífeyri hans. 29.4.2010 19:02 Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki sem kominn er að leiðarlokum að mati forseta Alþýðusambands Íslands. Stjórn Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna ætlar ekki að skerða lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ljóst að skattgreiðendur þurfi að borga reikninginn. 29.4.2010 18:50 Íslensk pólitík eins og Morfís Engum datt í hug að bandarísk stjórnvöld hafi orsakað fellibylinn Katarínu en þau voru hins vegar harðlega gagnrýnd fyrir lélegt skipulag á varnaraðgerðum og viðbrögðum, nákvæmlega sama á við íslenskt stjórnkerfi. 29.4.2010 18:01 Olían að ströndum Missisippi á morgun Olían byrjaði að gusast upp af hafsbotni eftir að borturn sprakk í loft upp og sökk. Ellefu menn biðu bana. 29.4.2010 17:09 Vill rannsóknarnefnd yfir Reykjavíkurborg Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram tillögu á borgaráðs í dag um að fram fari rannsókn á aðdraganda, orsökum og afleiðingum efnahagshrunsins á borgina og fjárhag hennar. 29.4.2010 16:20 Bestla gaut átta grísum Dýrahirðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum höfðu í nógu að snúast í fjósinu í morgunsárið. Gyltan Bestla gaut átta grísum upp úr klukkan sjö. Gotið gekk vel en nokkur tími leið á milli grísa sem Bestla notaði til að ná kröftum. Að sögn dýrahirða í garðinum tók gölturinn Gullinbursti, sem býr í næstu stíu, gotinu með mikilli yfirvegun og lét það ekki trufla morgunlúrinn hjá sér og í raun ekki hádegislúrinn heldur. 29.4.2010 15:45 Sjá næstu 50 fréttir
Lögreglan fjarlægði fólk úr dómssal með valdi Til átaka kom í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan ellefu í morgun þegar lögregla fjarlægði tvo einstaklinga sem voru að fylgjast með fyrirtöku i máli níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs. 30.4.2010 11:52
Kveikti í sér eftir að hafa sært fimm börn Karlmaður réðst inn í leikskóla í Kína í nótt vopnaður hamri og særði fimm börn áður en hann framdi sjálfsmorð. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum dögum þar sem ráðist er á kínversk leikskólabörn. 30.4.2010 11:36
Viðbúnaður vegna dómsmáls gegn mótmælendum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar tekin var fyrir ákæra gegn níu einstaklingum, sem eru ákærðir eru vegna mótmæla á þingpöllum í Búsáhaldabyltingunni. 30.4.2010 11:29
Ógnaði ungum dreng með hnífi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ógnað tveimur ungum drengjum með hnífi á Selfossi í júní í fyrra. 30.4.2010 10:43
Kristín Steinsdóttir nýr formaður Rithöfundasambandsins Kristín Steinsdóttir var kjörin nýr formaður Rithöfundasambands Íslands á aðalfundi sambandsins í gær. Hún tekur við sem formaður af Pétri Gunnarssyni. 30.4.2010 10:35
Tíu sveitarfélög til sérstakrar skoðunar vegna fjárhagsvanda Tíu sveitarfélög á Íslandi hafa verið til sérstakrar skoðunar af hálfu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði ráðherra út í málið á Alþingi. Samkvæmt svari ráðherra er um að ræða sveitarfélögin Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. 30.4.2010 10:02
Björgólfur Thor: Skil reiði almennings „Ég skil réttláta reiði almennings gagnvart þeim sem voru þátttakendur í þeirri atburðarás sem leiddi til hrunsins. Það mun taka mig mörg ár að byggja upp mannorð mitt á Íslandi á nýjan leik ef það tekst á annað borð, en ég er staðráðinn í að gera mitt besta til þess. Ég geri hins vegar ráð fyrir að grundvallarreglum réttarríkisins verði framfylgt í meðferð þeirra mála sem tengjast hruninu, sem og við afgreiðslu mála almennt hjá Alþingi og ríkisvaldi,“ segir athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson í bréfi sem hann sendi iðnaðarnefnd fyrr í mánuðinum í tengslum við gagnaver Verne Holding á Suðurnesjum. 30.4.2010 09:36
Engin merki um að gosi sé að ljúka Vatnsrennsli undan Gígjökli í Eyjafjallajökli jókst nokkuð undir morgun og er að berast út í Markarfljót. Þetta er þó ekki neitt stórhlaup og tala vísindamenn frekar um gusu. Annars hélt gosið ámóta krafti í nótt og verið hefur síðasta sólarhringinn. Engin merki er um að gosinu sé að ljúka. 30.4.2010 08:34
Bensínverð hækkar Olíufélögin Olís, Skeljungur og N-1 hækkuðu öll bensínverð i gær og er það nú komið upp í tæpar 213 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu en 218 krónur með fullri þjónustu. Félögin hækkuðu verðið nær alveg jafn mikið og sömuleiðis dísilolíuna. 30.4.2010 08:26
Olían komin að landi Bandaríska strandgæslan telur að olíuflekkurinn úr borholunni á Mexíkóflóa hafi borist að ströndum Bandaríkjanna í nótt. Það hefur ekki fengist staðfest. 30.4.2010 08:15
Skildi börn eftir í ruslafötu Bandarískur karlmaður var í gær dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa rænt og skilið tvö eftir í ruslafötu í Dayton í Ohio á heitum júlídegi í fyrra. Hann kom 8 mánaða dreng og tveggja ára stúlku fyrir í ruslafötu eftir að hafa deilt við móður þeirra sem hafði slitið sambandi við hann. 30.4.2010 08:12
Sér ekkert athugavert við að taka sér barnabrúði Nígeríski þingmaðurinn sem tók sér nýverið barnabrúði segist ekki hafa brotið nein lög. Mannréttindasamtök, læknar og þingmenn í Nígeríu hafa mótmælt því að maðurinn, sem er fimmtugur, hafi fyrir nokkrum vikum kvænst 13 ára gamalli egypskri telpu. Þingkonur á nígeríska þinginu vilja að hann verði víttur. 30.4.2010 08:10
Konur mega þjóna í kafbátum Konur geta nú verið hluti áhafna um borð í kafbátum bandaríska flotans en hingað til hefur það verið óheimilt. Bandaríkjaþing gerði ekki athugasemdir við ákvörðun varnarmálaráðuneytisins og því hefur banninu verið aflétt. 30.4.2010 07:54
Heimild til að kaupa erlenda gjaldeyri lækkar Heimild til að kaupa erlenda gjaldeyri í reiðufé vegna ferðalaga til útlanda, lækkar í dag úr 500 þúsund krónum niður í 350 þúsund, samkvæmt nýjum reglum Seðlabankans. Einnig er gerð breyting á sérstökum undanþágum, til að taka af allan vafa um ólögmæti aflandsviðskipta. 30.4.2010 07:49
Á gjörgæslu eftir gasleka í Hellisheiðarvirkjun Fjölmennt lögreglu- og slökkvilið ásamt sjúkrabílum og læknum voru send að Hellisheiðarvirkjun í nótt, eftir að þaðan barst beiðni um bráðaaðstoð. Þar varð einhverskonar gasleki laust fyrir klukkan fjögur, með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn misstu meðvitund og féllu ofan af vinnupall, eða úr stiga, en sá þriðji komst út og kallaði á hjálp. 30.4.2010 06:59
Útför 46 sjóliða Opinber útför 46 suður-kóreska sjóliða sem fórust þegar herskip sprakk í tvennt og sökk í síðasta mánuði fór fram í gær. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn. Búið er að ná flaki þess upp á yfirborðið. Erlendir sérfræðingar eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi orðið sprenging innanborðs í skipinu. 30.4.2010 06:56
Bólusetja á við eyrnabólgu Draga mun verulega úr slæmri eyrnubólga barna, lungnabólgu, blóðsýkingu og heiluhimnubólgu af völdu pneumókokkabaktería þegar bólusetning í ungbörnum gegn bakteríunum hefst. Stefnt er á að það verði gert á næsta ári. 30.4.2010 06:00
Landsdómur er æðsti dómur Lög um Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sérhver sá sem dómstóll finnur sekan fyrir afbrot, skuli hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Svo segir í fyrstu málsgrein 2. greinar í sjöunda viðauka laganna. 30.4.2010 06:00
Hafa helst áhyggjur af Ischiu Ítalía, AP Næsta eldgos á Ítalíu gæti orðið á hinni friðsælu eyju Ischia, frekar en í hinu illræmda fjalli Vesúvíusi. Ekki er þó talin hætta á gosi alveg á næstunni. 30.4.2010 06:00
Víðtækar refsiheimildir vegna ráðherra Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 30.4.2010 06:00
Matur hækkar um 66 prósent Verðkönnun SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu sýnir að matarkarfa landsmanna hefur hækkað um 66 prósent á síðustu fjórum árum. Karfan hefur hækkað um 34 prósent frá því í byrjun október 2008. 30.4.2010 05:30
Notuðu garðklippur á fingur Þrír menn eru nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sakaðir um að hafa svipt mann frelsi sínu og klippt hann í fingurinn með garðklippum í því skyni að kúga af honum hálfa milljón króna. 30.4.2010 05:15
Sýning ása í þrot og Eden mun opna á ný Rekstur ásatrúarsýningar í húsnæði Eden í Hveragerði er kominn í þrot og starfseminni var hætt fyrir nokkru. 30.4.2010 03:30
Magma horfir til Kerlingarfjalla Magma Energy á Íslandi hefur átt í óformlegum viðræðum við sveitarstjórn Hrunamannahrepps um rannsókn á virkjanakostum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, staðfestir að viðræður hafi átt sér stað. „Við erum einfaldlega að skoða hvar geta legið tækifæri til skynsamlegrar orkunýtingar í náinni framtíð,“ segir hann. 30.4.2010 03:00
Starfsemi lamast af völdum hestahósta Margar tamningastöðvar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossahóstans sem smitast enn út um landið. 30.4.2010 02:45
Minningin um eldgosið endist alla ævi Hópur erlendra sjálfboðaliða á vegum sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS hjálpaði til við að hreinsa ösku af túnum undir Eyjafjöllum. Sjálfboðaliðarnir segja það góða tilfinningu að geta hjálpað fólki. 30.4.2010 02:30
Kynjakvóti flækti endurröðun á lista Kynjakvóti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík flækti endurröðun eftir að Guðrún H. Valdimarsdóttir hagfræðingur, sem var í öðru sæti, sagði sig frá listanum á mánudag. Niðurstaðan varð að Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur færist upp um sæti og skipar annað sætið. Þuríður Bernódusdóttir færist úr 11. sæti í það þriðja en Bryndís Guðmundsdóttir bókari kemur ný inn og mun skipa 11. sætið. 30.4.2010 02:00
Olíuflekkurinn á stærð við Írland Olíuflekkurinn sem nú breiðir úr sér á Mexíkóflóa undan ströndum Bandaríkjanna gæti orðið að mesta olíulekaslysi sögunnar að því er sérfræðingar segja. Stærðin á slikjunni jafnast nú á við Írland en fimm sinnum meira af olíu hefur lekið upp úr borholunni á hafsbotni en áður var talið. Lekin varð þegar eldur kom að olíuborpalli BP olíufélagsins undan ströndum Louisiana ríkis. 29.4.2010 22:30
Gosið heldur sínu striki Kvikustreymi og gosmökkur hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa á Eyjafjallajökli og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki umað gosi sé að ljúka. Þetta kemur fram í daglegri skýrslu Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar háskólans. 29.4.2010 22:23
Hjálmar kjörinn formaður BÍ Hjálmar Jónsson var rétt í þessu kjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins. Miklar deilur voru í aðdraganda fundarins og dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrrverandi formaður framboð sitt til baka í morgun. Hjálmar var því sjálfkjörinn. 29.4.2010 22:00
Cameron þótti standa sig best í síðustu kappræðunum Síðustu sjónvarpskappræðum leiðtoganna í Bretlandi fyrir komandi kosningar lauk fyrirr stundu. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem leiðtogarnir mætast í kappræðum í beinni útsendingu og voru þrjár kappræður haldnar. Í kvöld var það David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna sem þótti standa sig best en þegar hafa tvær kannanir verið gerðar á meðal almennings um hver hafi staðið sig best. 29.4.2010 21:31
Stefnir í búrkubann í Belgíu Neðri deild belgíska þingsins samþykkti í dag lög sem banna konum að klæðast blæjum sem hylja allt andlitið á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum og á götum úti. 29.4.2010 21:10
Borgarstjóri telur „þjóðstjórn“ farsælasta stjórnarformið Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kallar eftir þjóðstjórn við stjórn borgarinnar. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stjórnmálin þurfi að breytast. Ég held að það sé kominn timi á það að einbeita sér að því sem sameinar menn en ekki það sem sundrar,“ segir Hanna Birna. 29.4.2010 20:00
BÍ: Tillaga um að fresta ársfundi var felld Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands hófst klukkan átta en mikil átök hafa verið í félaginu síðustu daga. Svavar Halldórsson stjórnarmaður lagði fram tillögu þess efnis að aðalfundinum yrði frestað um þrjár viku. Taldi hann að lögmæti fundarins væri laskað, meðal annars vegna þeirra deilna sem uppi hafa verið um ársreikninga félagsins en meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita reikningana fyrir ársfundinn. 29.4.2010 20:34
Jónína hætt í framsókn Jónína Benediktsdóttir hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hún skipaði 15. sæti listans í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á Facebook síðu sína skrifaði hún í dag: „Ég hef sagt mig úr Framsóknarflokknum. Treysti því ekki að spilltu öflin séu horfin úr flokknum. Ég verð því ekki á listanum.“ 29.4.2010 19:48
20 milljónir aukalega í skapandi sumarstörf Borgarráð samþykkti í dag tillögu Vinstri grænna um 20 milljónia króna aukafjárveitingu til skapandi sumarstarfa á vegum Hins hússins. 29.4.2010 20:30
Vill rannsóknarnefnd í Kópavog Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG í bæjarráði Kópavogs, hefur lagt fram tillögu þess efnis að bæjarráð komi á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd um efnahagshrunið eins og það snýr að bænum. 29.4.2010 19:17
Krummi tryggir sér sæti í Hörpunni Blásvört, þjófótt og grimmileg vera hefur tryggt sér sæti fyrst allra í tónlistarhúsinu Hörpunni við hafnarbakkann í Reykjavík. Og er að fjölga sér. Lóa Pind Aldísardóttir freistaði þess í dag að heilsa upp á snemmbúinn tónleikagest. 29.4.2010 19:10
Barði skónum í púltið að hætti Krushcevs Maður sem var til sjós alla sína starfsævi þrátt fyrir að fótur hans hafi verið hálfónýtur frá barnæsku segist afar vonsvikinn með að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi sólundað lífeyri hans. 29.4.2010 19:02
Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki sem kominn er að leiðarlokum að mati forseta Alþýðusambands Íslands. Stjórn Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna ætlar ekki að skerða lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ljóst að skattgreiðendur þurfi að borga reikninginn. 29.4.2010 18:50
Íslensk pólitík eins og Morfís Engum datt í hug að bandarísk stjórnvöld hafi orsakað fellibylinn Katarínu en þau voru hins vegar harðlega gagnrýnd fyrir lélegt skipulag á varnaraðgerðum og viðbrögðum, nákvæmlega sama á við íslenskt stjórnkerfi. 29.4.2010 18:01
Olían að ströndum Missisippi á morgun Olían byrjaði að gusast upp af hafsbotni eftir að borturn sprakk í loft upp og sökk. Ellefu menn biðu bana. 29.4.2010 17:09
Vill rannsóknarnefnd yfir Reykjavíkurborg Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram tillögu á borgaráðs í dag um að fram fari rannsókn á aðdraganda, orsökum og afleiðingum efnahagshrunsins á borgina og fjárhag hennar. 29.4.2010 16:20
Bestla gaut átta grísum Dýrahirðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum höfðu í nógu að snúast í fjósinu í morgunsárið. Gyltan Bestla gaut átta grísum upp úr klukkan sjö. Gotið gekk vel en nokkur tími leið á milli grísa sem Bestla notaði til að ná kröftum. Að sögn dýrahirða í garðinum tók gölturinn Gullinbursti, sem býr í næstu stíu, gotinu með mikilli yfirvegun og lét það ekki trufla morgunlúrinn hjá sér og í raun ekki hádegislúrinn heldur. 29.4.2010 15:45