Innlent

Ógnaði ungum dreng með hnífi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ógnað tveimur ungum drengjum á Selfossi í júní í fyrra.

Pilturinn beindi hnífi í átt að hálsi ellefu ára gamals drengs og þótti dómnum sýnt fram á að hann hafi vakið ótta hjá honum um líf hans og velferð. Þá er sami piltur dæmdur fyrir að hafa skömmu síðar tekið tólf ára gamlan dreng föstu hálstaki og lyft honum frá jörðinni með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund og hann hlaut skurði og sár víðsvegar um líkamann.

Í dómnum kemur fram að litlu drengirnir hafi verið að stríða piltinum þegar að hann ógnaði þeim. Pilturinn sé greindur með hegðunarröskun af ýmsu tagi, en hann hafi samt mátt gera sér fulla grein fyrir því sem var rétt eða rangt í hans stöðu og orsök og afleiðingu. Viðbrögð hans séu í engu samræmi við þá stríðni sem drengirnir tóku þátt í og verður hún ekki virt honum til refsileysis né refsilækkunar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×