Innlent

Viðbúnaður vegna dómsmáls gegn mótmælendum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/ Valgarður.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/ Valgarður.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem tekin var fyrir ákæra gegn níu einstaklingum, sem eru ákærðir vegna mótmæla á þingpöllum í Búsáhaldabyltingunni.

Níumenningunum er gefið að sök að hafa veist að þingvörðum og lögreglunni með ofbeldi og hótunum um ofbeldi. Ljóst er að fólkið á sér fjölda fylgismanna enda skrifuðu hundruð manna undir kröfu þess efnis að fallið yrði frá ákæru ellegar yrðu þeir sjálfir ákærðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×