Innlent

Gosið heldur sínu striki

Gosmökkurinn séð frá Eyjum.
Gosmökkurinn séð frá Eyjum. MYND/Sigmar Hjartarson

Kvikustreymi og gosmökkur hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa á Eyjafjallajökli og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki umað gosi sé að ljúka. Þetta kemur fram í daglegri skýrslu Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar háskólans.

„Vefmyndavélar sýna samfellt rennsli bræðsluvatns frá Gígjökli. Rennsli Markarfljóts var mælt tvisvar á gömlu brúnni í gær, 28. apríl. Flóð semkomí gær kl. 11:30 niður Gígjökul mældist 250 m3/s á brúnni tveimur tímum síðar. Bæði í gær og í dag er talið að 130-150 m3/s hafi runnið frá Gígjökli sem er meira en undanfarna daga," segir ennfremur.

Þá segir að radarmyndir úr TF-SIF sýni að gígurinn innan nyrðri ketilsins hækkar heldur, meðan jökullinn suðvestan við gíginn springur upp og lækkar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×