Innlent

Vill rannsóknarnefnd í Kópavog

Ólafur Þór Gunnarsson. Tillögunni var frestað til næsta fundar.
Ólafur Þór Gunnarsson. Tillögunni var frestað til næsta fundar.

Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG í bæjarráði Kópavogs, hefur lagt fram tillögu þess efnis að bæjarráð komi á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd um efnahagshrunið eins og það snýr að bænum.

Tillagan var lögð fram á fundi í dag en henni var frestað til næsta fundar. Tillaga Ólafs er svohljóðandi:

  • Bæjarráð samþykkir að kjósa fimm manna nefnd óháðra sérfræðinga er hafi það verkefni að rannsaka, aðdraganda, orsakir og afleiðingar efnahagshrunsins á bæjarfélagið og fjárhag þess Aðalverkefni nefndarinnar verði:
  • Að kanna stjórnsýslu bæjarins og aðkomu stjórnmálamanna að fjárhagslegum ákvörðunum á undanförnum árum.
  • Að kanna hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og fyrirtækjasamsteypur hafi nokkurn tímann fengið óeðlilega fyrirgreiðslu.
  • Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafa beint eða óbeint haft áhrif á pólitískar og stjórnsýslulegar ákvarðanir.
  • Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafi hagnast á tengslum við bæinn og einstaka embættismenn eða bæjarfulltrúa.
  • Að kanna hvort einstakir embættismenn, bæjarfulltrúar eða frambjóðendur til bæjarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við bæinn.
  • "Að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á lögum, reglum, vinnubrögðum og skipulagi stjórnsýslu bæjarins"

Greinargerð: Um leið og bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu samþykkir ráðið að miða við að nefndin verði skipuð þannig að fullt samkomulag verði um skipan hennar. Nefndin skal skila fyrir 15. maí tillögum um það hvernig að verkinu verði unnið en heildarverkinu skal skilað eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×