Innlent

Lögreglan fjarlægði fólk úr dómssal með valdi

Jón Hákon Halldórsson og Heimir Már Pétursson skrifar
Til átaka kom í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan ellefu í morgun þegar lögregla fjarlægði tvo einstaklinga sem voru að fylgjast með fyrirtöku i máli níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í Alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs.

Áhorfendasvæðið í sal 101 í Héraðsdómi var fullt þegar fyrirtakan hófst og voru mun fleiri í salnum en áhorfendasætin rúmuðu. Dómarinn fyrirskipaði að einungis þeir gætu verið inni í salnum sem höfðu sæti. Það sættu sig ekki allir við það og var lögregla þá kölluð til sem fjarlægði tvo áhorfendur með valdi.

Ragnar Aðalsteinsson, sem er verjandi tveggja sakborninga, segir að þetta sé algerlega nýtt í íslenskri réttarsögu og endurspegli þá hörku sem komin sé í íslenskt samfélag. Hann ætlar að taka þetta mál upp við dómsstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur.

Birgitta Jóndóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, var stödd í réttarsalnum. Hún segir að sér hafi verið brugðið við aðfarir lögreglunnar og telur að það hafi verið ástæðulaust að reka fólk úr dómssalnum þar sem allir áhorfendur hafi verið til friðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×