Innlent

Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki

Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki sem kominn er að leiðarlokum að mati forseta Alþýðusambands Íslands. Stjórn Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna ætlar ekki að skerða lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ljóst að skattgreiðendur þurfi að borga reikninginn.

Almennir lífeyrisþegar hafa þurft að taka á sig miklar skerðingu að undanförnu en annað virðist gilda um lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna en þar ætla menn ekki að lækka greiðslur.

Lífeyrisgreiðslur verða hækkaðar í samræmi við verðbólguþróun líkt og hjá öðrum lífeyrissjóðum en ekki kemur til skerðingar. Raunávöxtun sjóðsins var jákvæð á síðasta ári en hann skilaði hins vegar tapi árið 2008. Ríkið bætir upp tap sjóðsins og því þarf ekki að skerða greiðslur.

Framkvæmdastjóri LSR segir að lífeyrisgreiðslur ríkisstarfsmanna hafi ekki hækkað eins mikið eins og hjá almennum lífeyrisþegum á árunum fyrir hrun.

„Ég held að spurningin sé þessi hvort að það sé eðlilegt að þeir sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum á Íslandi sem að nutu ekki sérstaklega góðs af góðæristímanum og hækkun réttinda þá að þeir taki á sig skerðingar nú," segir Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir óþolandi að almennir lífeyrisþegar þurfi að halda uppi óskertum lífeyrisréttindum ríkisstarfsmanna. „Það er alveg ljóst að reikningurinn fyrir þessu verður sendur til skattgreiðenda í formi hærri iðgjalda eða þá bakábyrðgar ríksisins á þessu kerfi. staða þesss kerfis er með þeim hætti að ef maður tekur bæði b- deildar og a-deildar kerfið að sá halli er á sjötta hundrað milljarða. það þýðir að það þurfi að hækka skatta um eitthvað 4 prósent itl að standa undir þessu. ég held að það sjái það allir að það sé óraunhæft. þannig að þessi sýndarveruleiki er komin að leiðarlokum," segir Gylfi.

Hærri skattar til að standa undir lífeyri

Undir þetta tekur Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Á sama tíma og almmeningnstjóðinrn það er að segja meginhluti skattgreiðenda er að taka á sig skerðingu þá þurfa þeir að borga hærri skatta til standa undir þessum lífeyri, föstu réttindum opinberra starfsmanna. Ég held að það sé ekki sanngjarnt að setja það upp með þessum hætti að lífeyrisþegar og sjóðsfélagar í öðrum sjóðum haldi uppi sjóðsfélögum í þessum sjóði. með sama hætti getum við sagt að þeir hafi haldið uppi grunnskólanum, framhaldsskólunum, spítulunum almannatryggingum. þetta er bara hluti af launum opinberra starfsmanna og þau er greidd með skattinum."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×